Stjórnarfundur 26. júní 2014

Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga

Fundur haldinn að Kleppsmýrarvegi 8 þann 24. júní 2014

Fundur settur kl. 13.00

Mættir: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Þráinn Sigvaldason, Embla Guðmundsdóttir, Þrúður Sigurðardóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Gísli Björn Heimisson. Ólöf mætti klukkan 13:30.

Dagskrá:

1. Úthlutun styrkja Mennta- og menningarmálaráðuneytisins leikárið 2013-14
Farið var yfir innsendar umsóknir:
Hugleikur – Stund milli stríða – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Leikfélag Hveragerðis – Mjallhvít og dvergarnir sjö – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Leikfélag Keflavíkur – Ávaxtakarfan –  Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Leikfélag Kópavogs – Þrjár systur – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Leikfélag Selfoss – Bróðir minn ljónshjarta – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Leikfélag Seyðisfjarðar – Villa og sjóræningjarnir – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Leikfélagið Grímnir – Lýðræði – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Leikfélagið Peðið – Hrútsþáttur hreðjamikla – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Leikfélagið Skagaleikflokkurinn – Sagnakonana – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Leikfélagið Sýnir – Sjö Samúræjar – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Ungmennafélagið Efling – Í beinni – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Ungmennafélag Reykdæla – Ert‘ ekk‘ að djóka elskan mín – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Alls bárust umsóknir frá 38 félögum vegna 110 leiksýninga og leikþátta, 20 námskeiða og 30 nemenda Leiklistarskóla Bandalags ísl. leikfélaga.

Niðurstaða úthlutunar er að styrkurinn verður 3.204 kr. pr. mín. eða 256.301 kr. fyrir leikrit 80 mín. eða lengra. Frumflutningsálag (30%) er 76.890 kr. og álag fyrir sérstakt frumkvæði (20%) 51.260 kr. Veitt var til 110 leikrita og leikþátta, 16 námskeiða og 30 nemenda í Leiklistarskóla BÍL.

2.  Farið yfir starfsáætlun 2014 – 15 og samþykktir aðalfundar 2014
1.  Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
– Leiklistarskólinn – Talað um í framhaldi af aðalfundi námskeið í hvernig á að gera leiksýningu eða framkvæmdastjórn leiksýningar. Athuga hvort að skólanefndin hafi áhuga á að hafa umsjón með þessu verkefni.
Aðstaðan á Húnavöllum er ágæt en endurnýjun á aðstöðunni er ekki til staðar, slæm nettenging ásamt nokkrum öðrum þáttum gæti verið betri. Staðarhaldari er með lausan samning við sveitarfélagið, hann lætur okkur vita hvort hann endurnýjar hann eða ekki þegar hann hefur tekið um það ákvörðun.
– Rekstur þjónustumiðstöðvarinnar gengur samkvæmt áætlun og mikil sala verið sl. tvo mánuði.  Þorgeir og Vilborg eru að fara til Finnlands á NEATA fundi og leiklistarhátíð á eigin kostnað. Leikfélagið Sýnir verður þar líka með sýninguna Sjö Samúræjar.
– Vilborg ætlar fyrir næsta fund að fá uppgefið hjá Herði kostnaðaráætlun á uppfærslu á vefnum.
– Sýnileiki BÍL og leikfélaganna – Toggi ætlar að smíða texta sem gæti verið “klausa” í leikskrár félaga þannig  að félögin samræmi sig í auglýsingu á BÍL.

2.  Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna. 
Bóka þarf fund hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu strax í haust þar sem fara þarf yfir styrkjamál og skýra þarf fjárþörf þjónustumiðstöðvar fyrir ráðuneytinu og að leita eftir hækkun styrkja til verkefna aðildarfélaganna.

Sérverkefni ársins:
1.  Skipuleggja stuttverkahátíð NEATA á Íslandi 4. október 2014.
Leikfélag Mosfellssveitar og Mosfellsbær mun leggja til húsnæði. Veitingar þurfa að vera hressing yfir miðjan daginn og kvöldmatur. Færeyingar ætla að koma með fimm þætti og við munum auglýsa eftir verkum frá félögum hér á landi og þarf að skila inn til BÍL fyrir 10. september.  Næsti fundur verður 13. september klukkan 10:00 til frekari undirbúnings vegna stuttverkahátíðar.

3.  Önnur mál
a) Rætt var um fósturfélögin – hver tilgangurinn er með þeim, Vilborg fór í gegnum það.

b)  Toggi sagði frá því að Leikfélagið Sýnir sótti um ferðastyrk til Menntamálaráðuneytis vegna ferðar þeirra til Finnlands og þeir fengu neitun. Þetta er í fyrsta sinn sem að það gerist.
Þetta hefur verið hingað til styrkur upp á ca. 2 – 300 þúsund. Þetta mál verður sett á listann sem farið verður með til ráðherra í haust .

Fundi slitið klukkan 16:40.

Fundinn ritaði Ólöf A. Þórðardóttir.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 26. júní 2014 702 06 ágúst, 2014 Fundir ágúst 6, 2014

Áskrift að Vikupósti

Karfa