Stjórnarfundur 24. og 25. júní 2009

Fundur stjórnar Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn að Suðurlandsbraut 16 í Reykjavík settur föstudaginn 26. júní kl 14.00.

Mættir:
Úr stjórn; Þorgeir Tryggvason, Ingólfur Þórsson, Guðfinna Gunnarsdóttir, Hörður Sigurðarson, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Hjalti Stefán Kristjánsson og Ólöf Þórðardóttir.
Starfsmenn; Ármann Guðmundsson og Vilborg Árný Valgarðsdóttir.

Formaður setur fund og gengið er til dagskrár.

1. Úthlutun styrkja Menntamálaráðuneytisins vegna leikárs 2008-09
Umsóknir bárust frá 43 aðildarfélögum vegna 118 verkefna. Farið var í gegn um umsóknir, tímalengdir staðfestar og eftirtalið athugað sérstaklega:

Umsóknir um sérstakt frumkvæði:
Borgarbörn, Rétta leiðin, fjölbreyttur rökstuðningur – nýtt félag í BÍL, samþykkt.
Freyvangsleikhúsið, Vínland vegna umtalsverðrar frumsaminnar tónlistar og flottra búninga, – samþykkt.
Hugleikur, Ó, þú aftur? ný tónlist og leikgerð – samþykkt.
Leikfélag Hólmavíkur, Viltu finna milljón? vegna leikferða – hafnað.
Leikfélag Keflavíkur, Hinir illa dauðu vegna umbúnaðar – hafnað.
Leikfélag Kópavogs, Skugga Sveinn, ný tónlist og leikgerð – samþykkt.
Leikfélag Patreksfjarðar, ný tónlist – samþykkt.
Leikfélag Selfoss, Sjóræningjaprinsessan, frumsamin tónlist – samþykkt.
Leikfélag Siglufjarðar, Héri Hérason, útbjuggu sér nýtt leikhús í Sigló – hafnað.
Leikfélag Vestmannaeyja, Rockubuska, vegna þátttöku fatlaðra í sýningunni – hafnað.
Leikfélagið Peðið, Skeifa Ingibjargar, aðlögun texta og nýtt lag – hafnað.
Leikfélagið Peðið, Álpera, frumsamin tónlist – samþykkt.
Leikfélagið Peðið, Aðfangadagsmorgun, frumsamin tónlist – samþykkt.
Leikfélagið Sýnir, Eyjan, vegna leikaðferðar og rýmisnotkunar – hafnað.
Leikklúbburinn Saga, Valhalla Bank, nýstárleg vinnubrögð – samþykkt.
Stúdentaleikhúsið, Þöglir farþegar, ný tónlist – samþykkt.
Stúdentaleikhúsið, SCARTA, spunavinna – hafnað.
Stúdentaleikhúsið, Vitið þér enn eða hvað, frumsamin tónlist – hafnað, ekki nema eitt lag.
Umf. Efling, Kvennaskólaævintýri, ný tónlist – samþykkt.
Umf. Íslendingur, Lína langsokkur, börn í sýningunni, mikið lagt í tónlist – hafnað, ekkert óvenjulegt við það þegar þetta verk er sett upp.
Umf. Reykdæla, Töðugjaldaballið, ný tónlist – samþykkt.

Frumflutningur:
Halaleikhópurinn, Sjeikspírs karnival, bútar úr verkum Shakespears – hafnað.
Hugleikur, Ó, þú aftur? Handrit mikið breytt – hafnað.

Námskeið:
Hafna umsókn um styrk fyrir námskeið í Skapandi tónlistarmiðlun hjá Hugleik, námskeiðið var upptaktur að sýningunni Ó þessi tæri einfaldleiki.
Hafna umsókn um styrk fyrir námskeiðin hjá Leikfélagi Rangæinga þar sem þau voru í raun forvinna leiksýninga.
Hafna umsókn um styrk fyrir námskeiðin hjá Leikfélagi Vestmannaeyja þar sem öll gögn um þau vantar og aðeins eitt þeirra náði tilskylinni lengd.

Annað:
Leikklúbburinn Saga – umsóknin samþykkt með fyrirvara um að vandað verði betur til frágangs umsókna til framtíðar.

Niðurstaða úthlutunar er að styrkurinn verður 4,725 kr. pr. mín. eða 378,000 fyrir leikrit 80 mín. eða lengra. Frumflutningsálag (30%) er 113,400 og álag fyrir sérstakt frumkvæði (20%) er 75,600. Veitt var til 95 leikrita og leikþátta, 7 námskeiða og 36 nemenda í Leiklistarskóla BÍL.

Til samnburðar má nefna að fyrir ári var styrkurinn  5,625 kr. pr. mín. eða 450,000 fyrir leikrit 80 mín. eða lengra. Frumflutningsálag (30%) var 135,000 og álag fyrir sérstakt frumkvæði (20%) var 90,000. Þá var veitt til 80 leikrita og leikþátta, 16 námskeiða og 32 nemenda Leiklistarskóla BÍL.

Fundi frestað til  laugardagsmorguns kl. 22.45.

27. júní 2009 kl. 9.00 – fundi framhaldið.

Mættir eru:  Þorgeir Tryggvason. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir, Hörður Sigurðarson, Ingólfur Þórsson, Ólöf Þórðardóttir og Vilborg Valgarðsdóttir, framkvæmdastjóri.

2. Umræða um framkvæmd úthlutunar.
Úthlutunarreglur lesnar upp og ræddar. Einnig farið yfir umsóknareyðublöð þar sem fram koma ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skuli fylla umsóknir út og hvaða aukaefni eigi að fylgja með. Hörður telur að erfitt sé að einfalda umsóknir meira en orðið er og vill jafnframt fylgja eftir núverandi kröfu um námskeiðslýsingu.
Laga þarf texta um format á upptökum þar sem skýrt er kveðið á um hvernig innsendar upptökur eru framsettar.
Þorgeir leggur til að sett verði inn aukasetning í 3. lið „Handrit að öllu frumfluttu efni þar sem sýning byggir á handriti.“ Samþykkt.
Hörður leggur til að skoðaðir verði möguleikar á að koma umsóknarforminu alfarið á vefinn og óskar eftir leyfi stjórnar til að kanna það nánar. Samþykkt.
Hörður telur mikilvægt og eðlilegt að krefjast ársreikninga svo tryggt sé að um eðlilega starfsemi félags sé að ræða.  
Hörður leggur til að umræða um úthlutun verði tekin fyrir á næsta stjórnarfundi. Þar verði ma. ræddar kröfur um umsóknir fyrir námskeið. Sigríður Lára tekur að sér að yfirfara eyðublöð, framsetningu þeirra og innihald með það að markmiði að einfalda og skýra svo sem kostur er. Samþykkt.

3. Fundargerðir stjórnarfunda frá 30. apríl og 1. maí.
Samþykktar án athugasemda.

4. Fundargerð aðalfundar 2009.
Samþykkt.

5. Launamál starfsmanna endurskoðuð.
Samþykkt að hækka laun um 4,1% en það er sú hækkun sem Hagstofan gefur upp sem hækkun á launavísitölu sl. 12 mánuði.
Vilborg leggur til að launamál verði aftur endurskoðuð á fyrsta fundi árið 2010 og framvegis í byrjun árs en ekki í júlí eins og verið hefur. Samþykkt.

6. Starfsáætlun leikársins 2008-9.
Almenn starfsemi:
1. Rekstur að mestu óbreyttur, Vilborg sagði frá. Gengisbreytingar hafa mikil áhrif á rekstur búðar. Illa gengur að fá greiðslur frá kaupanda Laugavegs 96 sem búið var að semja um. Vilborg ræðir við fasteignasala í næstu viku til að árétta að staðið verði við samninga.
Leiklistarskólinn að Húsabakka gekk vel, en rætt um að þau tvö pláss sem losnuðu óvænt á síðustu stundu hafi getað verið fyllt ef að þeim hefði ekki verið haldið svona lengi.
Hörður sagði frá því að umsagnarkerfi vegna leikritasafns á leiklist.is sé tilbúið og hægt að byrja að nota það.  Hann vill skoða breytingar á leikstjóralista á vefnum, þannig að hann verði nákvæmari og skilvirkari. Hann telur að rukka eigi fyrir veru á listanum árlega.
Samþykkt að sú útfærsla verði skoðuð.

2. Samþykkt, að þegar fundað verði með menntamálaráðherra, sem búið er að panta fund hjá, þá verði reynt að verja það fjárframlag sem fengist hefur og ræða um framlag ríkisins til NEATA-hátíðar 2010.

Sérverkefni ársins
1. NEATA-hátíðar undirbúningur. Vilborg mun sækja um styrk úr Nordisk Kulturfund fyrir 1. september. Guðrún Halla fer yfir umsókn um Evrópustyrk í samstarfi við kunnáttumanneskju og sækir um aftur, einnig fyrir 1. september. Ekki eru komin viðbrögð við styrkbeiðnum frá Akureyrarbæ og Menntamálaráðuneytinu. Samþykkt að reyna að fá svör áður en Vilborg og Þorgeir fara til Mónakó á ársfund NEATA í ágúst.

2. Íslensk-Færeysk stuttverkahátíð í Reykjavík. Ekki útlit fyrir að hægt sé að halda þetta í Borgarleikhúsinu, kallað verður efitr lokasvari þaðan og í kjölfarið þá skoðaður annar húsakostur. Dagsetningar skoðaðar, laugardagur 10. október þykir vænlegur.

3. Haustfundur 2009 helgaður leiklistarhátíð á Akureyri. Stefnt að því að hann verði haldinn fyrir norðan í nóvember.

4. Gagnrýnisskrifamál eru í farvegi. Hörður sagði frá tilraunaverkefni þar sem leikfélög á höfuðborgarsvæðinu plús félögin í Hveragerði, Ölfusi og Selfossi greiða í gagnrýnissjóð sem greitt verður úr til ákveðinna gagnrýnenda.  Vilborg er tilsjónarmaður með verkefninu og tekur við beiðnum frá félögum um gagnrýni. Framtakinu fagnað og fróðlegt að sjá hvernig til tekst að leikári liðnu.

5. Grundvöllur til samstarfs um búningaleigu. Málið skoðað áfram.

6. Efling húsnæðis BÍL sem miðstöðvar leiklistar. Silja Huldudóttir og Sigríður Lára verða í samstarfi um þróun verkefnisins. Þorgeir beðinn um að halda námskeið um gagnrýnisskrif strax í haust og mun hann verða við því. Vilborg bendir á mikilvægi þess að hægt verði að loka af skrifstofu, búð og handritasafni ef að nýta á afgang húsnæðis sem félagsaðstöðu. Kanna þarf hvernig verja má varning í búð fyrir hita og sól.

7. Önnur mál
Sigríður Lára býðst til að vinna fyrir Bandalagið í sjálfboðastarfi þar sem hún er atvinnulaus. Hún mun ræða við Vinnumálastofnun um fyrirkomulag.

Næsti stjórnarfundur verði að öllu óbreyttu haldinn í tengslum við haustfund í nóvember.

Fundi slitið kl 12.15.

Fundargerð rituðu Vilborg Valgarðsdóttir og Guðfinna Gunnarsdóttir.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 24. og 25. júní 2009 510 03 júlí, 2009 Fundir júlí 3, 2009

Áskrift að Vikupósti

Karfa