Stjórnarfundur 24. júní 2016

Haldinn að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík.

Fundur settur kl. 13.30

Mættir: Guðfinna Gunnarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Sigríður Hafsteinsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Vilborg Á. Valgarðsdóttir.

Guðfinna formaður setur fundinn.

Dagskrá:

1. Úthlutun styrkja Mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir leikárið 2015-16

Farið yfir innsendar umsóknir:

Hugleikur – Feigð – Umsókn um frumkvæðisstyrk samþykkt vegna nýrrar tónlistar.

Leikfélag Dalvíkur – Jóladagskrá 2015 – Umsókn hafnað vegna þess að innsend umsókn inniheldur ekki sjálfstæð leikatriði, heldur kynningar og söng ásamt samtali sem ekki teljast leikin.

Leikfélag Hafnarfjarðar – Ekkert að Óttast – umsókn um frumkvæðisstyrk samþykkt vegna vals Þjóðleikhússins á sýningunni sem Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins 2016.

Leikfélag Hörgdæla – umsóknum um námskeið sem var 12 klst. hafnað. Lágmarks klst. fjöldi þarf að vera 18 klst.

Leikfélag Keflavíkur – Rauðhetta – Umsókn um frumkvæðisstyrk samþykkt vegna nýrrar tónlistar.

Leikfélag Keflavíkur – umsóknum um námskeið sem var 17 klst. hafnað. Lágmarks klst. fjöldi þarf að vera 18 klst.

Leikfélag Mosfellssveitar – Mæður Íslands – Umsókn um frumkvæðisstyrk samþykkt vegna umgjörðar og nýrrar tónlistar.

Leikfélag Norðfjarðar – umsóknum um námskeið sem var 15 klst. hafnað. Lágmarks klst. fjöldi þarf að vera 18 klst.

Leikfélag Selfoss – Kjánar og kynlegir kvistir – Umsókn um frumkvæðisstyrk hafnað.

Leikfélag Selfoss – Bangsímon – Umsókn um frumkvæðisstyrk samþykkt vegna nýrrar tónlistar.

Leikfélag Selfoss – Kirsuberjagarðurinn – Umsókn um frumkvæðisstyrk samþykkt vegna nýrrar tónlistar.

Leikfélag Ölfuss – Einn rjúkandi kaffibolli – Umsókn um frumkvæðisstyrk hafnað.

Leikfélag Ölfuss – Stutt og laggott – Umsókn um frumkvæðisstyrk hafnað.

Benda skyldi leikfélagi Ölfuss á að sækja um hvert stuttverk sérstaklega í stuttverkadagskrám.

Leikfélagið Borg – Stjórn ákvað að veita frumkvæðisstyrk vegna endurvakningar leikfélagsins.

Leikfélagið Óríon – Umsókn um frumkvæðisstyrk hafnað.

Stúdentaleikhúsið – 2 umsóknum um námskeið sem voru 12 og 9 klst. hafnað. Lágmarks klst. fjöldi þarf að vera 18 klst.

Litli Leikklúbburinn – Kvöldstund með LL – Umsókn um styrk hafnað þar sem innsend umsókn var leiklestur, kynningar og söngur án leiks.

Styrkur fyrir verk í fullri lengd er nú 273.839 krónur.

36 leikfélög sóttu um fyrir 112 leiksýningar, 25 námskeið og 29 skólanemendur. Veittir voru styrkir fyrir 110 leiksýningar, 19 námskeið og 29 skólanemendur.

2. Farið yfir starfsáætlun 2016-17 og samþykktir aðalfundar

Starfsáætlun:

Rekstur þjónustumiðstöðvar – Vilborg: Rekstur þjónustumiðstöðvar er eins og vanalega. Ekkert hefur heyrst frá ráðuneytinu vegna samnings við Bandalagið. Engin breyting er á húsaleigu. Verið er að vinna í því að færa leikritasafnið endanlega frá Filemaker Pro yfir á vef. Skólinn gekk mjög vel í ár en hann sóttu 43 nemendur og 5 höfundar í heimsókn. Tímasetning á skólanum 2017 liggur ekki fyrir ennþá en verður auglýst um leið og hún verður ákveðin.

Aðalfundargerð:

Guðfinna lagði til (úr tillögum hópa á aðalfundi) að kynna Leikhúsbúðina betur á vefnum, s.s vara vikunnar/mánaðarins.

Guðfinna lagði til að búa til kynningarpóst (Leikhúsbúðin/handritasafnið) sem hægt væri að senda á ýmis félög.

Setja nemendamyndir BÍL skólans á vefinn lagði Guðfinna til.

3. Önnur mál

Rafrænar styrkumsóknir – 30 félög hafa nú þegar aðgang að rafræna kerfinu, 28 sóttu um rafrænt og 8 sóttu um á pappír. Það að sótt var um bæði rafrænt og á pappír gerði úrvinnslu umsókna mun flóknari en ella og það verður ekki leyft framar að skila á pappír.

Laga þarf viðmót vegna úrvinnslu gagna sem skilað er til framkvæmdarstjóra af vefnum og aðrir hnökrar sem komu í ljós við þessi fyrstu skil verða lagfærðir fyrir næsta vetur.

Töluverð vinna er enn eftir við skönnun á handritum í Leikritasafninu. Aðallega er um að ræða handrit sem þarf virkilega að hafa fyrir, s.s. eru í bandi eða á annan hátt óaðgengileg.

Rætt var um væntanleg starfslok Vilborgar framkvæmdastjóra en hún verður löggillt gamalmenni (hennar eigið orðalag) árið 2018.

Umræður urðu um stuttverkahátíð NEATA í Færeyjum nk. október og tilhögun á gistingu o.fl. Litlar upplýsingar berast frá NEATA vegna funda sem formaður mun sækja samhliða hátíðinni og er Vilborgu falið að hafa samband við forseta NEATA til að fá nánari skýringar og tímasetningar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45

Fundargerð ritaði Gísli Björn Heimisson.

0 Comments Off on Stjórnarfundur 24. júní 2016 706 03 August, 2016 Fundir August 3, 2016

Áskrift að Vikupósti

Karfa