Stjórnarfundur 24. júní 2015

Stjórnarfundur 24. júní 2015

Fundur miðvikudaginn 24. júní 2015 kl. 13.00 að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík.

Fundur settur  kl. 13:00.

Mætt eru: Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Þrúður Sigurðardóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Embla Guðmundsdóttir, Gísli Björn Heimisson og Þráinn Sigvaldason. Vilborg Valgarðsdóttir framkvæmdarstýra situr einnig fundinn.

Dagskrá:

1. Úthlutun styrkja Mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir leikárið 2014-15

Farið var yfir innsendar umsóknir:

Borgarbörn – Mamma Gje? – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Hugleiikur – Þá hló marbendill – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar frumsandar tónlistar.

Hugleikur – Sæmundur fróði – Umsólkn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar frumsamdar tónlistar.

Hugleikur – Stóra hangikjöts- Orabauna og… – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar frumsamdar tónlistar.

Leikfélag Fljótsdalshéraðs – Þið munið hann Jörund – Umsókn um sérstakt frumkvæða hafnað.

Leikfélag Hafnarfjarðar – Göngum aftur í Hafnafirði – Umsókn samþykkt vegna sérstaks frumkvæðis.

Leikfélag Hafnarfjarðar – Ubbi kóngur – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar frumfluttrar tónlistar.

Leikfélag Hofsóss – Sveitapiltsins draumur – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Leikfélag Hörgdæla – Verksmiðjukrónikkan – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Leikfélag Hörgdæla – Þöggun – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar frumsamdar tónlistar.

Leikfélag Keflavíkur – Með ryk í auga – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Leikfélag Mosfellssveitar – Ronja ræningjadóttir – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna margra samliggjandi þátta.

Leikfélag Sólheima – Blíðfinnur – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar frumsamdar tónlistar.

Leikfélagið Órion – Næstum sjö – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt þar sem þetta er fyrsta sýning þeirra síða félagið gekk í Bandalagið.

Stúdentaleikhúsið – MIG – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Alls bárust umsóknir frá 36 félögum vegna 109 leiksýninga og leikþátta, 17 námskeiða og 38 nemenda í Leiklistarskóla BÍL.

Niðurstaða úthlutunar er að styrkur verður 3.228 kr. pr. mín. eða 258.274 kr. fyrir leikrit 80 mín. eða lengra. Frumflutningsálag (30%) er 77.482 kr. og álag vegna sérstaks frumkvæðis (20%) verður 51.655 kr. Veitt var til 109 leikþátta og leikrita, 17 námskeiða og 38 nemenda í Leiklistarskóla BÍL.

2. Farið yfir starfsáætlun 2015-16 og samþykktir aðalfundar 2015.

1. Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskólans, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfsseminni.

  Allt gengur þokkalega á skrifstofunni. Eftirstöðvar ríkisstyrksins komu rétt fyrir setningu Leiklistarskóla BíL sem bjargaði því að hægt var að greiða skólann. Júní mánuður var ótrúlega lélegur í vörusölu. Að öðru leyti gengur allt sinn vanagang. Ármann hefur mætt í sjálboðavinnu í 2 daga þegar hér er komið sögu við að skrá inn ný handrit. Hann ætlar að skrá þau öll á næstu dögum og er honum þakkað kærlega fyrir það. Nú er komin rúmlega árs reynsla á að hafa einn starfsmann og hefur það alveg gengið. Það er þó ljóst að það þarf meira fjármagn inn og þá sérstaklega til að sjá um handritin og í sumarafleysingar. Þjónustumiðstöðin er í rauninni á nippinu og nauðsynlegt að það komi aukið framlag frá hinu opinbera.

– Leiklistarskólinn gekk mjög vel og er sérstök ánægja með nýja rekstraraðila. Einhver afföll urðu á nemendum á síðustu stundu þannig að skólinn kemur út í örlitlum halla.  Maturinn var góður.

– Komin er reynsla á nýja vefinn. Eitthvað þarf að laga hann til og þá sérstaklega þann hluta sem fellur undir handritaskráningu. Stjórn vill þakka Lénsherra fyrir óeigingjarnt starf og aðstoð við vefinn og önnur tæknileg mál. Rætt var um tillögu frá aðalfundi þar sem talað var um að taka gjald af félögum til þess að hægt sé að sækja um ríkisstyrkinn rafrænt á netinu. Beðið er eftir kostnaðarmati og nánari lýsingu á fyrirhuguðu kerfi vegna verkefnisins og i framhaldi verði sendur út póstur á félögin.

2. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.

– Ekki hefur enn fengist fundur með ráðuneytinu og gengur erfiðlega að fá fundartíma. Það er ljóst að hækka þarf framlög frá ráðuneytinu til verkefnastyrkja leikfélaganna.

Sérverkefni:

1. Skipuleggja stuttverkahátíð á leikárinu.

– Ákveðið að vinna það með Seyðfirðingum að halda stuttverkahátíð samhliða aðalfundi.

2. Vekja athygli á 65 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga.

– Stjórn leggur til að sú nefnd sem skipuð var á aðalfundi komi með tillögu að afmælishátíð. Til dæmis væri hægt að samtvinna afmælið einhverskonar örverkahátíð. Í nefndinni eru Þrúður Sigurðardóttir, Ólöf Þórðardóttir og Guðfinna Gunnarsdóttir formaður Bandalags íslenskra leikfélaga. Nefndin skili af sér fyrir 12. ágúst 2015 en þá er einmitt afmælisdagur Bandalagsins.

3. Stjórn beiti sér fyrir endurskoðun á taxta höfundar- og þýðendalauna (með það fyrir augum að ná fram lækkun á gjaldi fyrir styttri verk).

– Búið er að fá þessu breytt.

3. Önnur mál.

a) Guðfinna formaður brýnir stjórnarmenn í að vera duglegir í að hafa samband við fósturfélögin sín. Hver stjórnarmaður segi eitthvað frá sínum félögum á facebook síðu stjórnar fyrir 10. september 2015.

b) Gott væri að taka saman mismunandi leiðir til þess að senda inn upptökur á leiksýningum s.s. með Youtube, Vimeo, Dropbox ofl.

c) Rætt var um siðareglur í leikfélögum.

d) Næsti fundur verður í haust.

Fundi slitið klukkan 17:52.

Fundagerð ritaði Þráinn Sigvaldason.

0 Comments Off on Stjórnarfundur 24. júní 2015 1020 04 August, 2015 Fundir, Vikupóstur August 4, 2015

Áskrift að Vikupósti

Karfa