Stjórnarfundur 23. mars 2014

Bandalags íslenskra leikfélaga

Stjórnarfundur haldinn að Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík þann 23. mars 2014.

Mættir: Vilborg Valgarðsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Þorgeir Tryggvason og Þráinn Sigvaldason á Skype.

Dagskrá:
1.  Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð yfirfarin og samþykkt.

2.  Starfsáætlun BÍL 2013-14
1.  Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
– Þjónustumiðstöð: Vilborg dreifði kostnaðaráætlun ársins miðað við tölur fyrra árs niður á hvern mánuð og reiknað er með að sækja áfram um þessa milljón af verkefnastyrknum. Þannig ættum við að vera réttu megin við núllið í árslok. Nokkuð ljóst að við munum ekki fá meiri peninga frá ráðuneytinu og megum víst teljast heppin að fá þetta sem við fáum.
Umræða um að reyna að auka söluna á vörum í verlsun og spurning um hvort að við ættum að reyna að fara út í einhverskonar auglýsingar, t.d. á netinu. Auglýsingar í Dagskrá sem gefin er út víðsvegar á landsbyggðinni (kostar), senda kynningar til nemendafélaga í grunn- og framhaldsskólum.  Teljum að við höfum ekki bolmagn til að fara í auglýsingar sem að kostar peninga og myndi ekki skila okkur miklu. Við þurfum að vera duglegri að nota fría miðla eins og facebook og deila af Bandalagssíðunni.
– Leiklist.is: Þurfum ókeypis eða mjög ódýra markaðssókn – kasta því fyrir aðalfund og leggja upp með einhverjar niðursoðnar staðreyndir – stutt innlegg t.d. svipað og var á stjórnunarnámskeiðinu í Mosó.
Setja inn frétt  um búðina einu sinni í viku – svona búst; Vara vikunnar.
Fimm punkta „regla“ um markaðssetningu búðinnar – skilgreina markhópa.
Þjónustumiðstöðin verður lokuð vegna sumarleyfa frá 01.07. til 05.08. 2014.
– Leiklistarskólinn: Fullbókað og biðlisti er á öll námskeið sumarið 2014.

2.  Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.
Eins og fram hefur komið er ekki talið líklegt að gera eitthvað þarna til viðbótar fyrr en á næsta ári – hugsanlega hægt að hreyfa við einhverju fyrir félögin. Reynum að fá viðtal við menntamálaráðherra í haust.
Nokkur félög styrktu vel við BÍL í árslok og kunnum við þeim bestu þakkir.

Sérverkefni ársins
1.  Skipuleggja stuttverkahátíð NEATA á Íslandi vorið 2014.
Vantar svör frá Færeyingum svo hægt verði að byrja að skipulegga þetta og mun Toggi hafa samband við formanninn og fá svör frá honum.

2.  Að stjórn kanni möguleika á að halda leiklistarhátíð 2015 og hefji undirbúning, telji stjórn slíka hátíð framkvæmanlegt verkefni.
Þetta er ekki á dagskrá – sjá fyrri fundargerð.

3.  Aðalfundur 2014 undirbúin
a)  Ársreikningar yfirfarinn og áritaður
Farið í gegnum reikningana og engar athugasemdir gerðar.
Þar sem Þráinn er á skype mun hann skrifa undir reikningan og skanna inn og senda síðan Vilborgu til að hægt sé að senda reikningana út.  Síðan mun hann skrifa undir frumritið á næsta fundi í maí.

b)  Aðstaða og verð í Vestmannaeyjum
Heildarverð á pakka miðað við tilllögu tvö verður u.þ.b. 26-28.000 kr.
Gisting 18000 og matur og kaffi á laugardegi 8500 + einhver salarleiga.
Vilborg mun hafa samband við Viktor vegna þessa og klára málin og fá allt á hreint, t.d. með kostnað á að leigja sal og fl.

c)  Dagskrá fundar
Athuga með hópstarf þar sem við erum ekki að kalla eftir umræðum um starfsáætlun heldur t.d. „bara“ skólinn, vefurinn, sjálfbærni, hvernig högum við starfsseminni í ljósi núverandi aðstæðum.
Þrjú til fjögur verkefni sem ekki beint tengjast starfsáætlun með forsendum – hafa „nett“ hópefli – þetta yrði eitt af þessum verkefnum sem að hópstjórinn stjórnar.
Toggi mun útfæra þetta verkefni
Þurfum við að hafa Plan B ef ófært verður til Eyja einhverra hluta vegna – það verður leyst.

d)  Stjórnarkjör
Halldór, Þráinn og Guðfinna eiga að ganga úr aðalstjórn og Ylfa og Benni úr varastjórn. Guðfinna og Þráinn ætla að gefa kost á sér áfram og Halldór er að hugsa málið. Ekki vitað með varastjórnarmenn. Kjörnefnd á að hafa samband við stjórnarmenn og kanna stöðuna fyrir aðalfundinn.

e)  Lagabreytingar
Lögin eru í góðu lagi og ekki þörf fyrir neinar breytingar.

f)  Starfsáætlun 2014-15
NEATA stuttverkahátíð í haust en ef ekki verður af henni þá einþáttungahátíð í tengslum við aðalfund 2015.  Ekki komið neitt boð enn frá aðildarfélögum um staðsetningu hans.

4.  Önnur mál
a)  Erindi frá Leikfélagi Fjallabyggðar
Erindið var samþykkt þar sem um mjög sérstætt mál er að ræða.

b)  Erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn um þrjár tillögur varðandi umsókn Íslands í Evrópusambandið.
Stjórn BÍL telur sig ekki hafa umboð til að hafa skoðun á þessu máli fyrir hönd sinna aðildarfélaga.

Fundi slitið klukkan 13:00

Fundargerð ritaði Ólöf Þórðardóttir

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 23. mars 2014 563 26 mars, 2014 Fundir mars 26, 2014

Áskrift að Vikupósti

Karfa