Stjórnarfundur 23. júní 2012

Stjórnarfundur í Bandalagi íslenskra leikfélaga
haldinn að Kleppsmýrarvegi 8 þann 23. júní 2012

Fundur settur kl. 9.00

Mætt: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Halldór Sigurgeirsson, Þráinn Sigvaldason, Þrúður Sigurðar, Magnús J. Magnússon, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson

Gengið til dagskrár:

1. Úthlutun styrkja fyrir leikárið 2011-12

Borgarbörn
Öværuenglar – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Hugleikur
Sá glataði – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna umtalsverðrar frumsaminnar tónlistar.

Leikfélag Austur Eyfellinga
Litli Kláus og Stóri Kláus – sérstakt frumkvæði veitt vegna endurreisnar leikfélagsins.

Leikfélag Bolungarvíkur
Að eilífu – sérstakt frumkvæði veitt vegna endurreisnar leikfélagsins.

Leikfélag Hólmavíkur
Með allt á hreinu – Umsókn um frumflutning hafnað.
Skjaldbakan – Umsókn um styrk hafnað þar sem um er að ræða sýningu atvinnumanna.

Leikfélag Húsavíkur
Gauragangur – styrk vegna samstarfsverkefnis við framhaldsskólaleikfélagið Píramus og Þispu hafnað þar sem sýningin var á vegum framhaldsskólans.

Leikfélag Keflavíkur
Með allt á hreinu – Umsókn um frumflutning hafnað.

Leikfélag Kópavogs
Hringurinn – Umsókn vegna sérstaks frumkvæðis samþykkt vegna umtalsverðrar frumsaminnar tónlistar.

Leikfélag Mosfellssveitar
Verkstæði jólasveinanna – Umsókn um frumflutning hafnað.

Leikfélag Patreksfjarðar
Tíu þjónar og einn í sal – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Leikfélag Rangæinga
Ný byrjun – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Vodkakúrinn – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Leikfélag Reyðarfjarðar
Í hers höndum – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Leikfélag Seyðisfjarðar
Pelíkaninn – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Leikfélag Sólheima
Kardimommubærinn  – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Leikfélag Ölfuss
Himnaríki – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Leikfélagið Peðið
Bjarmaland – Umsókn vegna sérstaks frumkvæðis samþykkt vegna umtalsverðrar frumsaminnar tónlistar.
Ægir, Ægir og Ægir – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Andakt – Umsókn vegna sérstaks frumkvæðis samþykkt vegna umtalsverðrar frumsaminnar tónlistar.
Lamb fyrir tvo – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Leikfélagið Sýnir
Tristram og Ísönd – Umsókn vegna sérstaks frumkvæðis samþykkt vegna umtalsverðrar frumsaminnar tónlistar.

Stúdentaleikhúsið
Rof – Umsókn vegna sérstaks frumkvæðis samþykkt vegna frumlegrar sýningar og vinnuaðferðar.

Umf. Reykdæla
Ekki trúa öllu sem þú heyrir – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.

Ástæða er til að taka það fram að heimtur á árskýrslum leikfélaga eru óvenju góðar þetta árið og undantekning að leikfélög hafi ekki skilað þeim inn eða ætli að gera það á næstu vikum.

2. Starfsáætlun 2012-13 yfirfarin og rædd

Almenn starfsemi

1. Rekstur þjónustumiðstöðvar

Ekkert hefur gerst varðandi söluna á Laugavegi 96 frá síðasta fundi. Vilborg ætlar að ræða við fasteingasalann til að vita hvort hann getur ýtt á eftir málinu. Ákveðið að leita sérfræðiaðstoðar ef ekkert hefur gerst í málinu í september nk.

Fyrirhugað er að hækka álagninu á vörum og ljósritun í versluninni skv. tilmælum frá aðalfundi.

Bandalagsskólanum er nýlokið þetta árið og þótti hann takast sérlega vel. Útlit er fyrir að hann hafi staðið undir sér fjárhagslega.

Leiklistarvefurinn heldur sínu striki. Verið er að vinna í netsölukerfi en það er tímafrekt verk og óvíst er hvenær það kemst í gagnið.

Þorgeir viðraði hugmyndir að breyttri efnisröðun í ársritinu. Hann mun fara betur yfir þær með uppsetjara þegar vinna við það hefst í haust.

2. Leitað eftir hækkuðum framlögum.

Vilborg er þegar búinn að senda tvær umsóknir um styrki, 350.000 kr. fengust til að greiða fyrir rafrænni skráningu handritasafns Bandalagsins frá Samfélagssjóði Landsvirkjunar en enn er verið að bíða eftir svari við umsókn til sama verkefnis frá Menntamálaráðuneytinu.

Ákveðið að Þorgeir, Þráinn og Halldór fari í að hafa upp á fyrirtækjasjóðum til að sækja um í. Guðfinna ætlar að athuga með mögulega styrki til Bandalagsskólans hjá hinum ýmsu menntunarsjóðum. Stjórn sammála um að handritasafnið sé besta sóknarfærið í að leita eftir styrkjum. Ræddir möguleikar á að stofna til sérverkefna sem fýsilegt gæti þótt að styrkja.

Átakið sem gert var í sölu Sögu Bandalagsins – Allt fyrir andann í kjölfar aðalfundar, hefur skilað sér í sölu á 142 bókum til leikfélaganna.

3. Athyglisverðasta áhugaleiksýningin

Leikfélag Kópavogs sýndi Hringinn fyrir troðfullum sal í Kassanum, Þjóðleikhúsinu, kvöldið fyrir fundinn. Stjórnarmenn sáu flestir sýninguna og létu vel af.

Sérverkefni

1. Námskeið í stjórnun leikfélaga og markaðssetningu.

Þorgeir ætlar að finna aðila til að halda námskeið í notkun samfélagsmiðla til markaðssetningar. Reiknað er með að stjórn og starfsmenn Bandalagsins skipti með sér fyrirlestrum um stjórnun. Ákveðið að ræða við Halaleikhópinn um að fá að nota húsnæði þeirra undir námskeiðið, Leikfélag Mosfellssveitar til vara. Stefnt er á að halda námskeiðið 29. september.

3. Leiklistarsamband Íslands, fulltrúi BÍL í fulltrúaráðinu

Vilborg baðst undan áframhaldandi setu sem fulltrúi Bandalagsins í Leiklistarsambandi Íslands eftir 19 ára starf. Ákveðið að Þorgeir taki við af henni en Vilborg verði til vara.

4. Málþing nr. 2 hjá Nordisk kulturfond

Hulda B. Hákonardóttir kom á stjórnarfundinn og greindi frá norrænu málþingi sem hún sat  fyrir hönd Bandalagsins:

Norrænt menningarsamstarf 2013-2020 – Fimm áhersluatriði, haldið á vegum Norrænu Ráðherranefndarinnar (N.R.) í Kaupmannahöfn þ. 18. Júní 2012.

Fundurinn var liður í þeirri stefnumótun sem nú fer fram hjá N.R. varðandi lista- og menningarsamstarf á Norðurlöndum þar sem m.a. verður leitast við að efla tengslin bæði í áttina að grasrótinni í hverju aðildarlandi sem og samvinnu landanna á milli. Því þéttara net, því meiri samvinna og traust á lista- og menningarsviðinu, því sterkara samfélag. Starfsfólk N.R. fer yfir og vinnur úr afrakstri fundarins og leggur þau gögn fram á fundi embættismanna norrænu menntamálaráðuneytanna sem haldinn verður í september á þessu ári.

Endanlegur frágangur og afgreiðsla nýrrar stefnumótunar verður svo væntanlega undirskrifað af menntamálaráðherrum Norðurlandanna þ. 31. október 2012.

Ákveðið að Þorgeir skrifi bréf, með aðstoð Huldu og Vilborgar, til þeirra sem verða fulltrúar Íslands á fundi í haust, sem lýsir okkar stefnumálum.

5. Önnur mál

a) IATA-hátíðin í Monaco 2013.

Ísland hefur fengið leyfi til að sækja um með sýningu á hátíðina. Leikfélög þurfa að sækja um til Bandalagsins fyrir 1. september og Bandalagið þarf að skila inn tilnefningu fyrir 15. september. Tillaga að valnefnd hefur verið gerð.

b) Þjóðleikur.

Magnús ræddi um verkefnið Þjóðleik. Næsta vetur verður það keyrt á 5 svæðum á landinu, alls munu um 60 leikhópar ungmenna taka þátt. Magnús sagðist telja að Bandalagið ætti að vera meðvitað um stöðu mála þar sem sumstaðar munu Bandalagsleikfélög koma að sýningum. Þjóðleikur hefur orðið til þess að í sumum skólum hefur leiklistarval verið tekið upp.

Næsti stjórnarfundur ákveðinn 27. október í Borgarfirði.

Fundargerð ritaði Ármann Guðmundsson

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 23. júní 2012 521 09 júlí, 2012 Fundir júlí 9, 2012

Áskrift að Vikupósti

Karfa