Stjórnarfundur 19. mars 2016

Stjórnarfundur haldinn að Kleppsmýrarvegi 8 þann 19. mars 2016

Mætt eru: Guðfinna, Bernharð, Þrúður, Gísli, Vilborg og Þráinn var á Skype. Ólöf mætti klukkan 12:55.

Fundur settur klukkan 11:25.

Dagskrá:

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

– Guðfinna fór yfir fundargerðina. Engar athugasemdar gerðar við fundargerðina.

  1. Starfsáætlun 2015-16

– Vilborg fór yfir samskipti BÍL við ráðuneytið. Peningaupphæðin til reksturs skrifsstofu er í ár 6.000.000 og hækkar um eina milljón á milli ára. Það er ekki nóg en er betra en ekki neitt. Það er ljóst að skrifstofunni verður þröngur stakkur sniðinn þetta árið.

– Leiklistarskólinn er að fara á fullt. Sérnámskeiðið er orðið fullbókað og góðar skráningar á hin námskeiðin. Stjórn BÍL beinir því til skólanefndar að leiklistarskóli BÍL verði auglýstur með dagsetningu í lok skólans hvert ár þannig að allir viti hvaða dag leiklistarkólinn verði ár hvert.

– Rætt var um Leiklistarvefinn. Það hafa verið einhverjir byrjunarörðuleikar en hann er kominn í fínt stand í dag. Rafræna skráningakerfið er aðeins farið af stað og virðist virka vel. Vonumst við til að rafrænar styrkumsóknir verði í besta lagi og leggjum við áherslu á að skrifa niður allt sem kemur upp á til þess að það verði þá lagfært jafnóðum.

– Skrifstofan hefur gert rekstrarsamning um nýja ljósritunarvél við Kjaran ehf. og lækkað með því rekstrarkostnað um hátt í 10.000 kr. á mánuði. Stjórn BÍL bíður þetta nýja vinnuafl velkomið og óskar því velfarnaðar í starfi.

– BÍL bíður enn eftir að undirrita samning við ráðuneytið.

– Stuttverkahátíð verður haldin í tengslun við aðalfund og fer skráning í gang í byrjun apríl. Skráningarupplýsingar verða sendar út í aðalfundarboði.

– Stjórn hvetur þá sem settu upp 65 ára afmælisleikrit BÍL að koma með þau á Seyðisfjörð.

 

  1. Aðalfundur 2016 undirbúinn

– Ársreikningur 2015: Vilborg fór yfir ársreikning 2015. Það er útlit fyrir að nokkur félög séu að detta út af félagaskrá BÍL á næsta aðalfundi þar sem þau hafa ekki verið að borga árgjald.

– Ársreikningurinn er nánast á pari við það sem var árið árið utan þess að kostnaður við nýja vefinn bætist við en það er verkefni sem stjórn ákvað að fara í. Stjórn undirritar ársreikningina.

– Seyðfirðingar eru á fullu að undirbúa fundinn. Kostnaðartölur eru komnar og nægt gistirými er á staðnum og gott aðgengi fyrir fatlaða.

– Vilborg fór yfir dagskrá aðalfundar.

– Úr aðalstjórn eiga að ganga Bernharð, Ólöf og Þráinn. Úr varastjórn eiga að ganga Ágúst og Ylfa.

– Stjórn stingur upp á að haldið verði námskeið í stjórnun leikfélaga og markaðssetningu samhliða aðalfundi 2017.

– Rætt var um að leggja það til við aðaðlfund að hækka árgjaldið um 2.000 krónur.

 

  1. Stuttverkahátíð NEATA í Færeyjum

– Hátíðin verður 7.-9. október 2016 í Færeyjum.

– Þrjár umsóknir hafa borist frá tveimur leikfélögum. Um er að ræða eina sýningu frá Leikfélagi Hafnarfjarðar og tvær sýningar frá Hugleik. Stjórn samþykkir að þessar þrjár sýningar fari á hátíðina.

– Samþykkt er að Guðfinna fari á vegum BÍL á sinn fyrsta NEATA fund sem haldinn verður samhliða hátíðinni og sér bandalagið um að greiða fargjaldið hennar.

 

  1. Önnur mál

– Stjórnarmenn hvattir til að hafa samband við sín fósturfélög fyrir 1. apríl 2016.

 

Fundagerð ritaði Þráinn Sigvaldason.

Fundi slitið klukkan 13:25

 

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 19. mars 2016 907 04 apríl, 2016 Fundir, Vikupóstur apríl 4, 2016

Áskrift að Vikupósti

Karfa