Stjórnarfundur 18. september 2014

 

 

Bandalag íslenskra leikfélaga

Stjórnarfundur fimmtudaginn 18. september kl. 17.00 haldinn að Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík.

Mættir: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Gísli Björn Heimisson og Vilborg Valgarðsdóttir.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar yfirfarin og rædd

Ekkert fundið athugavert.

2. Stárfsáætlun 2014-15

1) Tekin staða á föstum liðum:

– Þjónustumiðstöð, rekstur gengur skv. áætlun en fjárhagsstaðan verður tæp í árslok eins og vitað var. Tveir sjálfboðaliðar hafa nýverið létt undir með vinnu á skrifstofunni, Ármann Guðmundsson við skráningu nýrra leikrita í leikritasafnið og Hörður Sigurðarson við uppsetningu verkefna, mynda og skýrslna aðildarfélaganna í Ársritið sem Vilborg hafði að öðru leyti klárað í sumar. Þeim Ármanni og Herði þakkað innilega fyrir hjálpina.

– Leiklistarskólinn gekk vel í sumar, nemendur almennt ánægðir og góður andi sveif yfir vötnum að venju. Rekstrarafgangur er um 130.000 kr. Þar sem skólanefndarkonan Gunnhildur Sigurðardóttir féll frá í sumar fer stjórn þess á leit við skólanefnd að koma með tillögu að nýjum nefndarmeðlim og hafa í huga umræðu um kynjahalla í nefndinni hingað til.

– Leiklistarvefurinn. Áætlun Harðar um uppfærslu á Leiklistarvefnum rædd. Þar færir hann sterk rök fyrir því að það geti ekki dregist öllu lengur að uppfæra vefinn ma. með tilliti til öryggis. Ný uppfærsla er löngu tímabær en hún mun kosta ca. 100.000. Ákveðið að fara í þetta núna og reyna að fjármagna þetta með einhverjum sponsum ef hægt er.

2) Hækkuð framlög hins opinbera. Ákveðið að herja á fjárlaganefnd um hækkun styrksins til verkefna aðildarfélaganna. Toggi skrifar textann. Ath. hvort stjórnarliðar þekkja einhverja nefndarmenn persónulega en oft er vænlegra til árangurs að tala beint við fólk sem maður þekkir heldur en að senda póst.

3) NEATA stuttverkahátíðin undirbúin. Frábær þáttaka verður á hátíðinni en alls hafa 10 leikfélög tilkynnt samtals 22 stuttverk til leiks. 3 verk koma frá Færeyjum en restin er frá Hugleik, Leikfélaginu Skagaleikflokknum, Leikfélagi Hafnarfjarðar, Leikfélagi Ölfuss, Halaleikhópnum, Leikfélaginu Peðinu, Leikfélagi Kópavogs, Leikfélagi Selfoss og Leikfélagi Mosfellssveitar. Tveir áheyrnarfulltrúar frá Danmörku hafa boðað komu sína.

Nú þarf að mynda vinnuhóp með undirbúiningsnefndinni. Stefnt er að fundi í Hlégarði næsta mánudag til að skoða aðstöðuna og skipulegga hátíðina nánar. Toggi, Ólöf, Vilborg og Gísli Björn mæta og reyna að finna með sér fleira fólk.

2. Leiklistarhátíð IATA 2015

Umsóknarfrestur er til 25. sept. Heyrst hefur að amk. 3 félög ætli að senda inn umsóknir og því ljóst að þarf að skipa valnefnd. Tillaga stjórnar að nefnd: Guðfinna Gunnarsdóttir, Gísli Björn Heimisson og Hörður Sigurðarson. Skila þarf tillögu til Belgíu fyrir 1. okt.

3. Önnur mál

a) Spurt var um fréttir af NEATA fundinum í Porvoo í júlí sl. Næsta NEATA hátíð verður í Noregi 2016. Þorgeir kom með tillögu á fundinum um að áhugahreyfingin tæki sig saman og skrifaði ávarp á alþjóðlega leikhúsdaginn, svipað og atvinnuleiklistarfólkið gerir en. Hún var samþykkt og honum falið að skrifa fyrsta pistilinn 2015.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.20

Fundargerð ritaði Vilborg Valgarðsdóttir.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 18. september 2014 713 06 október, 2014 Fundir október 6, 2014

Áskrift að Vikupósti

Karfa