Stjórnarfundur 15. mars 2015

Settur kl. 09:00 sunnudaginn 15. mars 2015 að Kleppsmýrarvegi 8.

Mættir: Þorgeir Tryggvason, Bernharð Arnarson, Þrúður Sigurðardóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Vilborg Valgarðsdóttir, Ólöf A. Þórðardóttir og Þráinn Sigvaldason á Skype. Embla boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar yfirfarinn, rædd og samþykkt.

 

2.  Starfsáætlun 2014 – 2015:

1) Þjónustmiðstöðin gengur sinn vanagang og er rekin dag frá degi. Skráning í Leikslitarskólann byrjaði núna um miðnætti og hafa um 20 manns þegar skráð sig. Leiklistarvefurinn – stefnt verður að uppfærslu á honum núna um páskana.

2) Hækkun framlags hins opinbera – Samningurinn við skrifstofuna er laus núna um áramótin og mun Vilborg hafa samband við Guðný Helgadóttur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og falast eftir fundi. Óskir okkar eru þær að við fáum það sama og við vorum með fyrir hrun.

Einnig er brýnt að fá verkefnastyrk aðildarfélaganna hækkaðan en umbeðin fundur með ráðherra er ekki enn kominn á dagskrá.

Sérverkefni ársins – NEATA stuttverkahátíð tókst mjög vel og ætlar Vilborg að tala við gest okkar, hinn danska Morten og athuga hvort að hann geti sent okkur rapport um hátíðina til birtingar í Ársritinu. Leikfélagi Kópavogs og Leikfélagi Mosfellssveitar eru færðar þakkir fyrir sinn þátt í hátíðinni.

 

3.  Aðalfundur 2015 undirbúinn

Fundurinn byrjar laugardaginn 2. maí og verður haldinn á Melum í Hörgárdal en gistiaðstaða verður í Skjaldarvík. Þar er aðgengi fyrir fatlaða mjög gott. Farið var yfir tilboðið frá Hörgdælum og það samþykkt.

Ársreikningur – Vilborg fór yfir reikninginn og útskýrði nokkra liði. Stjórnarmenn skrifuðu undir reikninginn.

Starfsáætlun næsta árs – Umræður um stuttverkahátíð í tengslum við aðalfund á næsta ári eða jafnvel haustfund. Stuttverkahátíð þarf að tengjast einhverjum viðburði þar sem hún stendur ekki ein og sér. Sett á hold fram á aðalfund. Þráinn minnti á að Bandalagið verður 65 ára í ágúst á þessu ári og væri gaman að gera eitthvað af því tilefni.

Þeir sem eiga að ganga úr aðalstjórn eru Þorgeir og Ólöf. Þrúður, Embla og Salbjörg úr varastjórn samkvæmt reglunni.

Að lokum vill stjórn þakka Vilborgu fyrir gott utanumhald um rekstur þjónustumiðstöðvar.

 

4.  Höfundarréttarmál

Farið yfir bréf S. Samúelssen um höfundaréttarmál.  Ákveðið var að senda félagi leikstjóra bréf og koma með ábendingu að gefnu tilefni um að félög sem að þau eru að leikstýra hjá, sæki um höfundarétt og að þeir taki ekki að sér verkefni nema að þau mál séu kláruð.

 

5.  Önnur mál

1. Tekið fyrir bréf frá Tryggva Líndal – formanni falið að svara bréfinu.

2.  Formaður er að fara til Belgíu á leiklistarhátið með Hugleik og þar verður einnig fundur hjá IATA og mun hann sækja fundinn f.h. Bandalagsins.

 

Fundi slitið klukkan 11:00

 Fundargerð ritaði Ólöf Þórðardóttir

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 15. mars 2015 630 18 mars, 2015 Fundir mars 18, 2015

Áskrift að Vikupósti

Karfa