Stjórnarfundur 14. nóvember 2009

Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga heldur fund kl. 17.15 laugardaginn 14. nóvember 2009 að Öngulsstöðum í Eyjafirði.

Viðstaddir: Þorgeir Tryggvason, Ingólfur Þórsson, Guðfinna Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Hörður Sigurðarson, Halla Rún Tryggvadóttir, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson.

1. Vilborg leggur til að haldinn verði stjórnarfundur eins snemma í janúar og hægt er. Samþykkt.

2. Þorgeir spyr hvort stjórn ætti að gera eitthvað fleira en Haustfundur leggur til vegna frjárlagatillagnanna. Skrifa t.d. greinar o.þ.h. Hann ætlar sjálfur að skrifa Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðhera póst til að reyna að fá hana til að beita sér í okkar málum.

3. Það hefur verið ákveðið að ef styrkur fæst frá Nordisk kulturfond verður NEATA-hátíðin haldin. Von er á svari 25. nóvember. Ef það verður jákvætt þarf Vilborg að senda út formlegt boðsbréf til þátttökulandanna sem fyrst. Og þá þarf hátíðarnefnd að taka til starfa af fullum krafti. Vilborg stingur upp á að Þráinn Sigvaldason verði fenginn í nefndina fyrir sunnan og að norðan-nefnd verði skipuð sem fyrst og að Ingólfur varaformaður Bandalagsins fari fyrir henni. Hann fái tvo norðanmenn að eigin vali með sér – eða fleiri ef honum sýnist svo.

4. Ákveðið er að þeir úr stjórn sem geta hitti Ingibjörgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Hofs, á morgun eftir háegi til að fá ýmislegt varðandi húsið á hreint., t.d. hvort húsið verður tilbúið á fyrirætluðum hátíðartíma og svo framvegis.

Fundi slitið kl. 18.15.

Fundargerð ritaði Ármann Guðmundsson.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 14. nóvember 2009 418 01 desember, 2009 Fundir desember 1, 2009

Áskrift að Vikupósti

Karfa