Stjórnarfundur 14. mars 2010

Mætt: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Ingólfur Þórsson, Hörður Sigurðarson, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Hjalti Stefán Kristjánsson, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson.

1. Rædd staða húsnæðismála. Ákveðið að prófa að auglýsa eftir húsnæði til kaups.

2. Ársreikningur 2009 yfirfarinn og samþykktur.

3. Drög lögð að starfsáætlun næsta leikárs. Ákveðið að stjórn leggi ekki til nein sérverkefni fyrir leikárið.

4. Yfirfarin dagskrá NEATA-hátíðar á Akureyri og stjórnarmenn tóku að sér verkefni.
Rætt um að hafa ókeypis fyrir almenning inn á sýningar í stóra salnum.
Ákveðið að biðja Þráinn Sigvaldason um að halda utan um lokahófið.
Hörður benti á þann möguleika að vefur NEATA yrði fluttur í samskonar kerfi og Bandalagsvefurinn. Ákveðið að taka málið upp á næsta NEATA-stjórnarfundi sem verður á Akureyri. Þorgeir sendir póst á NEATA-stjórn og kynnir málið.

5. Tekin fyrir umsókn Leikfélagsins Skagaleikflokksins um aðild að Bandalaginu. Eftir að haft var samband við gjaldkera félagsins og formann Skagaleikflokksins, var ákveðið að samþykkja umsóknina.

6. Ákveðið að bóka tíma hjá menntamálaráðherra til að kynna honum starfsemi okkar.

7. Rædd þróun gagnrýnimála. Ákveðið að Hörður reyfi málið á aðalfundi.

8. Ármann greindi frá stöðu skönnunar á handritasafninu. Um 2000 handrit hafa verið skönnuð inn eða 2/3 af heildarfjölda handrita í safninu, eftir eru fyrst og fremst stuttverk og handrit sem vandkvæðum er bundið að skanna inn.

9. Vilborg greindi frá heimsókn norsk áhugamanns um íslenska áhugaleiklist, Reno Hellvin. Hann skrifaði bókina Amatörteater i Norden sem kom út árið 1984 og hefur síðan skrifað greinar um áhugaleiklist á Íslandi með reglulegu millibili og er nú að gera úttekt á síðustu 10 árunum.

Fundargerð ritaði Ármann Guðmundsson.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 14. mars 2010 620 30 mars, 2010 Fundir mars 30, 2010

Áskrift að Vikupósti

Karfa