Stjórnarfundur 1. maí 2010

Stjórnarfundur Bandalags íslenskra leikfélaga
haldinn að Sveinbjarnargerði í Eyjafirði 1. maí 2010

Viðstaddir:  Þorgeir Tryggvason, Ingólfur Þórsson, Guðfinna Gunnarsdóttir, Hörður Sigurðarson, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Halla Rún Tryggvadóttir, Ólöf Þórðardóttir, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson.

1. Rædd húsnæðismál. Nokkuð ljóst að við flytjum út úr Suðurlandsbrautinni nema að leiga lækki verulega. Vilborg auglýsti eftir húsnæði til kaups en fékk aðeins þrjú svör. Var hins vegar boðið til leigu húsnæði við Barónsstíg á 200.000 kr. sem gefur hugmynd um hvað hægt væri að leigja á. Rætt hvort mæta eigi halla á rekstri Þjónustumiðstöðvar með að klípa af verkefnastyrk leikfélagnna eins og gert hefur verið undanfarin ár eða með hækkun árgjalda. Hækkun árgjalda mundi ekki skila miklu og reikna má með að slíkt mætti andspyrnu leikfélaga.

Niðurskurður á framlagi ríkisins til Þjónustumiðstöðvar gæti verið byggður á vanþekkingu á starfsemi Bandalagsins og gæti því mögulega fengist leiðréttur eftir fund með Menntamálaráðherra. Samt líklega ekki fyrr en á næsta ári.

Þorgeir taldi að ekki mætti draga saman seglin á Þjónustumiðstöð fyrr en fullreynt er hvort að ekki fást hækkuð ríkisframlögin til hennar.

Ákveðið að leggja til við aðalfund að teknar verði 2 milljónir af styrk ríkisins til rekstur Þjónustumiðstöðvar.

2. Rætt hvort menn hafi orðið varir við að leikfélögin hafi borið sig illa á leikárinu en menn hafa lítið orðið varir við það.

3. Hörður gerði grein fyrir því hvers vegna hann gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann sagði það vera vegna þess að hann er ósáttur við vinnubrögð við úthlutun styrkja sl. sumar. Umræður urðu í kjölfar orða Harðar og stjórn var sammála um að gera viðeigandi breytingar á verklagi við úthlutun.

4. Rætt um hvort sé æskilegt sé að fleiri en einn úr sama leikfélagi í séu í aðalstjórn Bandalagsins. Fólk almennt sammála um að það sér frekar óæskilegt en ekki sé ástæða til að leggjast beint gegn því.

Fundargerð ritaði Ármann Guðmundsson

 

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 1. maí 2010 592 14 maí, 2010 Fundir maí 14, 2010

Áskrift að Vikupósti

Karfa