Síðasta vor héldu Leikfélag Selfoss og Leikfélag Ölfuss sameiginlegt leikritunarnámskeið. Á námskeiðið mættu 14 upprennandi leikskáld og skrifuðu, lásu og skemmtu sér undir handleiðslu Karls Ágústar Úlfsonar.

En leikrit eru ekki rituð til að safna ryki í skúffum og tölvum og því var ákveðið að skella í stuttverkadagskrá og setja nokkur verkanna á svið.

Stuttverkin sex sem valin voru til uppsetningar eru fjölbreytt og sýna það glögglega að þó að allur hópurinn hafi oft unnið með sama þema þá voru útkomurnar oft mjög ólíkar.

Við fáum að kynnast hinum ýmsu hliðum á mannlegu og jafnvel dýrslegu eðli og skyggnast inn í heima á mörkum fantasíu og raunveruleika.

Dagskráin verður sýnd næstkomandi laugardag 22. október kl. 16 og verður aðeins þessi eina sýning í Litla Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi.

Allir velkomnir! Frítt inn 🙂