Síðustu sýningar á Bingó!

Síðustu sýningar á Bingó!

Síðustu vikurnar hafa Hugleikur og Leikfélag Kópavogs sýnt leikritið Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í Félagsheimili Kópavogs. Nú standa þar fyrir dyrum stórframkvæmdir, sem fela meðal annars í sér að Hjáleigan verður rifin. Ljóst er að það þarf að aflýsa nokkrum áður auglýstum sýningum á Bingó.

Sýningar falla niður frá og með 3. maí. Mánudaginn 30. apríl verður sýnt eins og áður hefur verið auglýst. Þriðjudaginn 1. maí og miðvikudaginn 2. maí verða svo aukasýningar.

Athugið: aðeins verður sýnt þessi þrjú kvöld!
Lokasýning er 2. maí.

Miðapantanir eru á hugleikur.is og í síma 823 9700

0 Slökkt á athugasemdum við Síðustu sýningar á Bingó! 287 27 apríl, 2007 Allar fréttir apríl 27, 2007

Áskrift að Vikupósti

Karfa