Lokasýning á Blúndum og blásýru í flutningi Leikfélags Ölfuss verður laugardaginn 14. febrúar kl. 20 í Versölum, Þorlákshöfn. Blúndur og Blásýra er uppfærsla 4. leikárs Leikfélags Ölfuss og án nokkurs vafa sú stærsta hingað til. Sýningin er bráðskemmtilegur gamanleikur sem fjallar um Brewster fjölskylduna sem er ekki öll þar sem hún er séð.

Frumsýnt var þann 16. janúar sl. og hefur verið uppselt á allar sýningar síðan eða sjö talsins. Miðapantanir í síma 893-1863.

{mos_fb_discuss:2}