Sigurður Skúlason leikari heldur námskeið í textaflutningi, laust mál og bundið á einleikjahátíinni Act alone sem haldin verður á Ísafirði í sumar. Yfirskrift námskeiðsins er „Hvað felst í textanum og hvernig komum við því til skila í flutningi?“. Kennt verður fimmtudaginn 3. og föstudaginn 4. júlí í Háskólasetri Vestfjarða þar sem skráning fer jafnframt fram í síma 450 3040 eða á netfanginu info@hsvest.is. Þátttökugjald er 10.000.

Mikilvægi þess að geta greint texta og túlkað er mikilvægt öllum leikurum sem og öðrum sem koma fram hvort heldur á bæjarstjórnarfundi eða á þorrablóti. Sigurður Skúlason er vel kunnur fyrir leik sinn í sjónvarpi og í kvikmyndum auk þess sem rödd hans er vel kunn í útvarpi. Óhætt er að segja að Sigurður sé meðal bestu upplesara hér á landi og er því mikill fengur að geta boðið uppá þetta vandaða námskeið á Act alone 2008. Rétt er að geta þess strax að þátttakendafjöldi á námskeiðinu er miðaður við 15 manns og er því rétt að vera snöggur að skrá sig.

{mos_fb_discuss:3}