Leikhópurinn Sokkabandið frumsýnir nýtt íslenskt verk, Hystory, eftir Kristínu Eiríksdóttur sem var nýverið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í Borgarleikhúsinu 27. mars, 2015. Leikkonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir fara með hlutverkin í sýningunni en flær Elma Lísa og Arndís Hrönn hafa rekið Sokkabandið í um áratug og sett upp fjölmargar vandaðar sýningar.

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson slæst nú til liðs við Sokkabandið en þetta er í annað sinn sem systkinin Högni og Arndís Hrönn vinna saman í leikhúsi en þau unnu einnig nýverið saman að sýningunni Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson. Hystory er samstarfsverkefni Sokkabandsins og Borgarleikhússins en Kristín Eiríksdóttir var valin til að semja sérstaklega nýtt verk fyrir leikhópinn.

Um verkið: Dagný, Begga og Lilja voru bestu vinkonur í grunnskóla. Þegar þær voru fimmtán ára hættu þær að tala saman. Síðan eru liðin tuttugu ár. Þær mætast stundum á förnum vegi: í Melabúðinni, á Ægisíðunni eða í ræktinni úti á Nesi. Þær brosa, kinka kolli, segja: Sæææl … en hendurnar dofna og þær verkjar í hjartað. Dagnýju finnst kominn tími til að þær hittist svo hún sendir þeim skilaboð á Facebook og býður þeim heim til sín í kaffi. Hana langar til að hreinsa andrúmsloftið en Beggu finnst ekki vera hægt að laga til í minningum annarra og Lilja man ekki neitt.

Um höfundinn: Kristín Eiríksdóttir er myndlistarmenntaður rithöfundur. Hún hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina Kok. Fyrsta bókin hennar, Kjötbærinn, kom út árið 2004. Á eftir fylgdu svo ljóðabækurnar Húðlit auðnin (2006) og Annarskonar sæla (2008). Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris deyr og haustið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Hún hefur einnig skrifað tvö leikrit: Karma fyrir fugla ásamt Kari Ósk Grétudóttur, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2013 og Skríddu sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í apríl 2013.

Aðstandendur: Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Valdimar Jóhannsson Tónlist: Högni Egilsson Hljóðfæraleikur: Claudio Puntin Hljóð: Baldvin Magnússon Leikarar: Arndís Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir.

Forsýningar:19. mars kl. 20.00 – 20. mars kl. 20.00 – 25. mars kl. 20.00 – 26. mars kl. 20.00

Sýningar: 27. mars kl. 20.00 Frumsýning – 29. mars kl. 20.00 – 11. apríl kl. 20.00 – 12. apríl kl. 20.00 – 24. apríl kl. 20.00 – 29. apríl kl. 20.00

Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu Sokkabandsinshttps://www.facebook.com/sokkabandid og facebook viðburðinum um Hystoryhttps://www.facebook.com/events/1375474476105243/ sem og á heimasíðuBorgarleikhússins: http://www.borgarleikhus.is/syningar/hystory/ en miðasala er áwww.midi.is