Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir nýjan og bráðskemmtilegan söngleik byggðan á hinni klassísku sögu um Aladdín, miðvikudaginn 17. febrúar í Norðurpólnum, Bygggörðum 5. Leikstjóri verksins sem og höfundur leikgerðar er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. Leikhópurinn samanstendur af ungum og upprennandi leikurum sem unnið hafa hörðum höndum í allan vetur við að gera þessa sýningu að veruleika. Sýningin er unnin í samstarfi við Brite Theater leikhópinn.

Aladdín er verk sem flestir ættu að kannast við, sagan af götustráknum sem kemst yfir töfralampa og lendir í miklu ævintýri í kjölfarið. Aladdín kemur sér í mjúkinn hjá konungsfjölskyldunni með svikum og lygum en eins og svo oft verður sannleikurinn á endanum að koma í ljós.
Þetta er verk sem enginn má láta framhjá sér fara enda stútfullt af skemmtun, frábærum dansatriðum og stórskemmtilegri tónlist.

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir útskrifaðist með BA-gráðu úr fræði og framkvæmd við  Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2008. Kolbrún leikstýrði síðast jólasýningu Leikfélags Akureyrar Lykillinn að jólunum við góðan orðstír. Þetta er annað árið sem Kolbrún leikstýrir fyrir Menntaskólann við Sund en hún samdi og leikstýrði, ásamt Erlingi Grétari Einarssyni, uppsetningu Thalíu á Harry Potter og myrka herranum í fyrra.
Danshöfundur er Katrín Gunnarsdóttir, tónlistarstjóri er Albert Hauksson og tæknistjóri er Erlingur Grétar Einarsson.

Sýningar hefjast klukkan 20:00. Aðeins 9 sýningar eru áætlaðar á verkinu. Miðaverð er 2000 krónur. Afsláttur veittur fyrir hópa (10+).
17. febrúar – Miðvikudagur Frumsýning 
20. febrúar – laugardagur  2. sýning 
21. febrúar – sunnudaur  3. sýning  
27. febrúar – laugardagur  4. sýning 
28. febrúar – sunnudagur  5. sýning 
06. mars – laugardagur  6. sýning 
07. mars – sunnudagur  7. sýning 
12. mars – föstudagur  8. sýning 
13. mars – laugardagur  Lokasýning

Tölvupóstur Miðasölu: aladdin@belja.is
Miðasölusími: 691-5770

{mos_fb_discuss:2}