Sunnudaginn 21. febrúar kl. 14.00 frumsýnir leikfélagið Snúður og Snælda í Iðnó farsann Nakinn maður og annar í kjólfötum eftir Dario Fo. Leikstjóri Bjarni Ingvarsson. Leikritið gerist að næturlagi þar sem tveir götusóparar eru við vinnu sína. Þeir spjalla saman um hin ólíkustu efni frá hversdagslegu gríni til heimspekilegra atriða og trúarbragða. Ýmsir skrautlegir einstaklingar eiga leið hjá. Þarna koma fram auk götusóparanna vændiskonur, nakinn maður, lögregluþjónn, og blómasali. Leikritið er stórskemmtilegur gamanleikur í einum þætti eftir hinn bráðsnjalla Nóbelsverðlaunahafa Darío Fo. Verkið var sýnt við miklar vinsældir hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1962 og í Sjónvarpinu árið 1967.

Snúður og Snælda munu sýna leikritið í Iðnó dagana:
21. febrúar kl. 14.00
25. febrúar kl. 14.00
28. febrúar kl. 14.00
4. mars kl. 14.00

Aðeins verða þessar fjórar sýningar í Iðnó.

Miðapantanir í Iðnó sími: 562 9700 – miðaverð kr. 2.500.- en kr. 2.000.- fyrir félagsmenn í Félagi eldri borgara og öryrkja.

{mos_fb_discuss:2}