Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar hefur verið starfandi frá því árið 2009. Fjöldi nemenda hefur streymt í gegnum námið sem sett er upp í aldursskiptum heilsárs námskeiðum. Um 75 nemendur sækja skólann á hverju misseri og hafa margir hverjir verið með frá upphafi. Skólinn er ætlaður börnum og unglingum í 3. – 10. bekk grunnskóla. Skólasókn er 90 mínútna kennslustundir einu sinni í viku í 12 skipti á hvorri önn. Hverju misseri lýkur með kynningu eða sýningu og er þá tímasókn jafnan aukin.

Markmið skólans er að gefa ungu fólki tækifæri til að þroska og þróa aðferðir til að beisla sköpunarkraft sinn og beina honum í listrænan farveg. Áhersla er á sviðslistir í sem víðastri merkingu.

Umsóknarfrestur til að sækja um nám á haustönn 2014 er 17. september. Einungis er tekið við netumsóknum á http://www.leikfelag.is/is/leiklistarskoli/umsoknareydublad-lla

Skólagjöld fyrir haustönn eru kr. 25.000.-

Skólinn er fyrir börn í 3. -10. grunnskóla. Skipt verður í hópa eftir reynslu og aldri og er hver hópur einu sinni í viku, í 90 mín í senn. Kennt verður á mánudögum og þriðjudögum kl. 15:30, 17:00 og 18:30. Önnin telur 12 skipti allt í allt.

Í lok námskeiðanna verður kynning/sýning á þvi sem nemendur hafa verið að vinna að á önninni. Einnig verður foreldrum boðið að kíkja í tíma um miðbik annarinnar.

Markmið fyrir yngri hópa:

Í yngri hópum verður lögð áhersla á grunnþætti leiktúlkunar, að segja sögu, tengingu líkama og raddar auk þess að vinna með og útfæra hugmyndir.  Að loknu námskeiðinu skal nemandinn hafa öðlast grunnþjálfun í framsetningu á leiknu efni, vera fær um að tjá sig fyrir framan áhorfendur og hafa grunn skilning á vinnu í hóp.

Kennslutími: mánudag og þriðjudaga 15:30 og 17:00 (hópafjöldi fer eftir þátttöku)

Markmið eldri hópa:

Í hópum eldri nemenda er áherslan lögð á að auka skilning og læsi á leikmáli ásamt áframhaldandi þjálfun í rými, skynjun, leiktúlkun og rödd.  Að loknu námskeiðinu skal nemandinn hafa öðlast þjálfun og skilning á völdum aðferðum er lúta að sviðslistum, vera fær um að tjá sig fyrir framan áhorfendur og hafa góðan skilning á vinnu í hóp.

Á haustönn eldra árs er áherslan á senuvinnu. Auka skilning og læsi á leiktexta ásamt áframhaldandi þjálfun í rými, skynjun, leiktúlkun og rödd.  Að loknu námskeiðinu skal nemandinn hafa öðlast þjálfun og skilning á völdum aðferðum er lúta að sviðslistum, vera fær um að tjá sig fyrir framan áhorfendur og hafa góðan skilning á vinnu í hóp.

Kennslutími: mánudaga og þriðjudaga kl. 18:30.

Kennt verður í RÝMINU og í SAMKOMUHÚSINU.