Skapandi aðferðir í leiklist

Skapandi aðferðir í leiklist

Leikfélagið Hugleikur stendur næsta rúma mánuðinn fyrir námskeiðum fyrir leikara og leikstjóra sem vilja kynna sér skapandi aðferðir (devised) við vinnslu leikverka fyrir svið. Námskeiðin henta jafnt byrjendum sem lengra komnum og standa opin jafnt félagsmönnum sem öðrum.

Nánar um námskeiðin:

1. Leiklistarnámskeið, um 17-20 tímar. Lágmarksfjöldi þátttakenda: 12

Leikarinn sem skapandi listamaður. Gegnum ýmis konar æfingar og spunavinnu verður leitast við að hjálpa leikaranum að skapa og forma sitt eigið efni, bæði sem einstaklingur og hluti af hóp. Hefst 27. febrúar.

2. Leikstjóranámskeið, um 17-20 tímar. Lágmarksfjöldi þátttakenda: 6

Leikstjórinn sem höfundur. Kynntar verða „skapandi aðferðir“ (Devising methods), þ.e.a.s. ólíkar aðferðir við að móta og þróa efni með leikhóp og listrænum stjórnendum frá grunni (ekkert fyrirliggjandi handrit). Hefst 11. mars.

3. Stefnumót. Hóparnir af námskeiðum 1 og 2 leiða saman hesta sína og þeir grunnar sem urðu til á námskeiðunum þróaðir áfram undir leiðsögn kennara.

Loks munu þátttakendur sjálfir þróa efnið áfram í sýningu, en stuttverkadagskrá með afrakstri námskeiðanna verður sett upp í Hugleikhúsinu við Langholtsveg fyrir páska. Hægt er að taka annað hvort námskeiðið eða bæði og hvort námskeið fyrir sig er einnig upplagt fyrir höfunda.

Kennari: Rúnar Guðbrandsson.

Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Hugleiks.

0 Slökkt á athugasemdum við Skapandi aðferðir í leiklist 226 21 febrúar, 2019 Allar fréttir, Fréttir, Námskeið & hátíðir, Vikupóstur febrúar 21, 2019
Admin notice: (?)
Image banner widget selected to be displayed on Show on all categories. Homepage view is disabled on advanced settings. You can change display options under Advanced settings on widget panel.

Áskrift að Vikupósti

Karfa