Sjóræningjaprinsessan á Húsavík

Sjóræningjaprinsessan á Húsavík

Laugardaginn 3. mars sl. var 118 ára afmæli Leikfélags Húsavíkur og þann dag var frumsýning á  Sjóræningjaprinsessan eftir Ármann Guðmundsson í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Þetta er fjörugt verk með ævintýrablæ þar sem fyrir koma sjóræningjar, mannætur og auðvitað falinn fjársjóður. Tuttugu og sex leikarar á öllum aldri koma fyrir í sýningunni sem býður upp á góða skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Tónlistin í verkinu er eftir Ármann Guðmundsson og Guðmund Svafarsson en söngtextar eftir Ármann og Sævar Sigurgeirsson. Því mætti segja að nokkur Hálfvitabragur sé á tónlistinni.

Leikstjóri er hin góðkunna María Sigurðardóttir sem Leikfélag Húsavíkur hefur átt afar farsælt samband við í ríflega 30 ár, frá því hún leikstýrði Ofurefli árið 1987. Síðan þá hefur hún leikstýrt fjölda verka með félaginu, síðast í fyrra þegar Bót og betrun var sett á svið.

Að venju hefur fjöldi fólks lagt hönd á plóg við að skapa góða sýningu en auk leikaranna eru yfir 30 manns sem koma að verkinu með einhverjum hætti.

Við hvetjum alla til að bregða sér til okkar í samkomuhúsið á Húsavík og eiga með okkur ánægjulega stund. Upplýsingar um sýningar má finna á vef okkar www.leikfelagid.is og Facebook síðu félagsins  https://www.facebook.com/leikfelagidhusavik/ .

0 Slökkt á athugasemdum við Sjóræningjaprinsessan á Húsavík 825 06 mars, 2018 Allar fréttir, Vikupóstur mars 6, 2018

Áskrift að Vikupósti

Karfa