Sjö ný barna- og unglingaleikrit – Höfundarréttur ókeypis út árið 2010

Sjö ný barna- og unglingaleikrit – Höfundarréttur ókeypis út árið 2010

Norræna áhugaleikhúsráðið, NAR, hefur safnað saman barna- og unglingaleikritum, einu verki frá hverju Norðurlandanna, látið þýða þau yfir á öll norrænu tungumálin og keypt af þeim höfundarréttinn til ársloka 2010. Það þýðir að nú eigum við 6 ný barna- og unglingaleikrit í safni Bandalags íslenskra leikfélaga sem þarf ekki að borga höfundarlaun fyrir að sýna í heilt ár. Skilyrði er þó að senda upplýsingar um uppsetningar verkanna til Bandalagsins, hverjir sýna, hver leikstýrir og hve margir taka þátt. Verkin eru öll í kringum klukkustundarlöng. Hulda B. Hákonardóttir þýddi öll leikritin á íslensku auk þess að snara því íslenska yfir á dönsku.

Íslenska verkið, Uppreisn Æru, er skrifað af Ármanni Guðmundssyni. Það var sett upp í leikstjórn höfundar vorið 2005 á Reyðarfirði og árið 2006 í Langholtsskóla í Reykjavík.

Handritin eru til sölu í þjónustumiðstöð Bandalagsins að Suðurlandsbraut 16, opið er milli 9.00 og 13.00 virka daga. Leikritin er einnig hægt að panta í síma 5516974 eða senda tölvupóst á netfangið info@leiklist.is og kostar handrit af hverju leikriti 500 krónur. Sent er í póstkröfu hvert á land sem er.

Hér eru nánari upplýsingar um leikverkin:


200px-flag_of_finland.svgFINNLAND (sænska)

Biggi borðar banana
eftir Petri Salin

Fyrir börn og unglinga 8-15 ára
13 persónur
40 blaðsíður

Hópur gamalla og slitinna leikfanga kemur saman vegna þess að eitt þeirra, ísbjörninn Biggi, boðar þau á fund. Hann kynnir þeim hugmyndir um byltingu þar sem þau séu orðin úrelt og eina leiðin til að fá börn til að leika sér að þeim aftur sé að neyða þau til þess. Hin leikföngin skilja ekki alveg hvað hann á við en í þann mund sem hann ætlar að útskýra það birtist geimveruvélmennið Dorg og krefst þess að þau fylgi honum til foringja þeirra. Í ljós kemur að Dorg hyggur á heimsyfirráð og því þurfa leikföngin að bjarga heiminum. Hvernig gera nokkur úrelt leikföng það? Með kryptoníti? Með ofurryksugu? Með moldvörpugildru? Eða kannski bara með banana?


200px-flag_of_the_faroe_islands.svgFÆREYJAR

Grímhildur grimma
eftir Birita Mohr og Súsanna Tórgarð

Fyrir börn og unglinga 8-15 ára
8 persónur
17 blaðsíður

 

Leikrit í þjóðsagnastíl um tviburasystur sem verða viðskila við fæðingu eftir að faðir þeirra lofar gefa tröllkonu einni það sem kona hans ber undir belti í staðinn fyrir fiskisæld en hann veit þá ekki að kona hans er þunguð. Þau láta þó tröllkonuna bara hafa aðra stúlkuna en leyna hana hinni. Þegar stúlkan vex úr grasi verður ekki hjá því komist að hún haldi út í heim. Þar hittir hún ýmsar skrítnar skepnur en rekst að lokum á stúlku á svipuðum aldri sem er föst í sandi. Þetta er auðvitað systir hennar en tröllkonan Grímhildur er ekki á því að láta þetta verða gleðilega endurfundi.


200px-Flag_of_Sweden.svgSVÍÞJÓÐ

Heimsóknin
eftir Mats-Arne Larsson

Fyrir unglinga 15-19 ára
6 persónur
19 blaðsíður

Hópur af unglingum undirbýr sig fyrir heimsókn Andrésar skólafélaga síns sem fyrir ári síðan lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi og er nú bundinn við hjólastól. Talsverð spenna er innan hópsins og brýst hún út í innbyrðis erjum og orðahnippingum á meðan sumir reyna að stilla til friðar. Spennan stafar ekki síst af því María, fyrrverandi kærasta Andrésar, er núna byrjuð með Jóhanni sem lánaði Andrési mótorhjólið sem hann slasaði sig á. Að lokum sýður upp úr og heimsókninni er stefnt í voða.


200px-flag_of_finland.svgFINNLAND

Risaryksugan
eftir Marjo Niemi

Fyrir börn og unglinga 8-15 ára
12 persónur
26 blaðsíður

Súrrealísk saga um systkinin Ilónu (5 ára) og Hemma (13 ára) sem búa hjá Pabba-Mömmu sem er einstætt foreldri. Þegar Herra og Frú Hormón taka sér bólfestu í höfði Hemma og hann breytist í ungling hefst sérkennileg atburðarás þar sem Ilóna sogast inn í risaryksuguna og hittir þar vægast sagt skrítnar persónur. Þeim tekst þó öllum að komast út úr ryskugunni og Hemmi verður að lokum eðlilegur aftur.


200px-flag_of_denmark.svgDANMÖRK

Söngur jarðarinnar
eftir Josefine Ottesen

Fyrir börn og unglinga 6-15 ára
25 persónur
42 blaðsíður

Gaja, móðir jörð, er orðinn svo aðframkomin eftir aldalanga misnotkun mannanna að hún getur ekki lengur borið lífsskykkjuna og þar með eru öllu lífi á jörðinni stefnt í voða. Hún boðar öll dýrin á sinn fund og þau ákveða að leggjast á eitt að hjálpa henni. Þó eru sum ekki öll þar sem þau eru séð. Þau eru á mála hjá norninn Serafínu sem ætlar sér að ná lífsskykkju Gaju og þar með valdi yfir öllu lífi á jörðinni svo hún geti þurkkað það út og búið til sitt eigið líf. En til að fá þau völd þarf hjálp frá mannfólkinu. Serafína fær hjálp frá stríðnispúkanum Teklu en Gaju berst hjálp frá systrunum Rósu og Kamillu. Mun hið góða sigra hið illa?


200px-flag_of_norway.svgNOREGUR

Sorgmæddi kóngurinn
eftir Ingunn Andreassen

Fyrir börn og unglinga 6-15 ára
16 persónur
16 blaðsíður

 

Ný þjónustustúlka byrjar að vinna í höllinni. Hún ætlar að setja blóm inn í herbergi kóngsins en er stöðvuð af fjórum lögspekingum sem segja henni að öll blóm séu bönnuð eftir að vinur kóngsins, garðyrkjumaðurinn, dó. Það er líka bannað að tala um garðyrkjumanninn. Starfsfólk hallarinnar reynir að fá kónginn til að taka gleði sína aftur en mistekst. Að lokum er boðaður sérstakur krísufundur. Þjónustustúlkan segir að þau verði að fá kónginn til að líta út í garðinn. Tillögunni er umsvifalaut hafnað. Kóngurinn mætir óvænt á fundinn og þrátt fyrir mótmæli hinna tekst þjónustustúlkunni að fá hann til að líta út í garðinn. Í garðinum eru blómakveðjur frá garðyrkjumanninum til kóngsins og kóngurinn tekur gleði sína aftur.


200px-flag_of_iceland.svgÍSLAND
Uppreisn Æru

eftir Ármann Guðmundsson

Fyrir unglinga 13-19 ára
Yfir 25 persónur
38 blaðsíður

 

Leikritið gerist beinni útsendingu á sjónvarpsþættinum „Á milli steins og sleggju“ sem er svona SpringerOprahLenoDrPhil-blanda. Þangað hefur unglingsstúlkan Æra Þöll verið plötuð til þess að hægt sé að leysa vandamálin sem herjað hafa á hana að undanförnu. Fjölskylda og vinkonur leggja sitt af mörkunum auk þess sem færustu sérfræðingar gefa álit sitt. Og auðvitað fær fólkið á götunni að láta ljós sitt skína. En fyrst þarf auðvitað að finna út hvert vandamál Æru er. Af hverju breyttist hún úr fyrirmyndarungling í fýlupoka á einni nóttu? Er hún bara dæmigert unglingavandamál? Eru kannski bara allir hinir bara ömurlegir? Hvað er hún að reyna að fela? Þjóðin á rétt á að vita þetta…

 


{mos_fb_discuss:3}
0 Slökkt á athugasemdum við Sjö ný barna- og unglingaleikrit – Höfundarréttur ókeypis út árið 2010 362 18 desember, 2009 Allar fréttir desember 18, 2009

Áskrift að Vikupósti

Karfa