Sigurður Illugason hefur verið valinn Listamaður Norðurþings 2021. Sigurður hefur verið öflugur félagsmaður og virkur leikari í röðum áhugahreyfingarinnar um árabil. Hann hefur tekið þátt í nær hverri einustu uppsetningu Leikfélags Húsavíkur, eins elsta og virtasta áhugaleikfélags landsins, undanfarin 30 ár. Valið á Sigurði sem Listamanni Norðurþings er viðurkenning á mikilvægi áhugahreyfingarinnar í listalífi landsins.  Sigurður hefur einnig getið sér gott orð sem tónlistarmaður og er t.d. annar höfunda baráttusöngs Bandalagsins, Allt fyrir andann.

Sjá nánar á vef 640.is.