Nú fer hver að verða síðastur að sjá Hið dullarfulla hvarf Hollvinafélagsins hjá Leikfélagi Selfoss. Aðeins eru eftir tvær sýningar, fimmtudaginn 14. apríl og föstudaginn 15. apríl. Um er að ræða gamansamt spunaverk sem unnið var í samvinnu leikhóps og leikstjóra, en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.  Verkið fjallar um Hollvinafélag sunnlenskra þjóðsagna sem heldur af stað í ferðalag á slóðir sunnlenskra þjóðsagna. Undarlegir atburðir fara að gerast og einn af öðrum byrja meðlimir félagsins að hverfa með dularfullum hætti.

{mos_fb_discuss:3}