Himnaríki – geðklofinn gamanleikur, var frumsýndur í Versölum í Þorlákshöfn þann 14. október og hafa nú verið sýndar 9 sýningar. Viðtökur hafa verið vægast sagt frábærar og mikið fjör verið á sýningum. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og leikarar í sýningunni eru þau Aðalsteinn Jóhannsson, Árný Leifsdóttir, Helena Helgadóttir, Róbert Karl Ingimundarson, Ottó Rafn Halldórsson og Þrúður Sigurðar.

Leikritið gerist í sumarbústað þar sem þrjú pör koma saman til að eiga skemmtilega helgi. Ýmis óuppgerð mál koma upp á yfirborðið og ástarflækjur gera vart við sig. Leikið er á tveimur sviðum samtímis og gerir það verkið afar sérstakt auk þess sem leikarar skella sér í heita pottinn í miðri sýningu.

Sýningar:

Föstudagur 18. nóvember kl. 20.00
Laugardagur 19. nóvember kl. 20.00
Fimmtudagur 24. nóvember kl. 20.00
Föstudagur 25. nóvember kl. 20.00 – síðasta sýning!

Miðapantanir í síma 845 7795. Miðaverð er kr. 2000.-.

Leikhúsmatseðill í Ráðhúskaffi 18. og 19. nóvember, s. 483 1700.