Leikfélagið Peðið minnir á að síðustu sýningar á Grandlendingasögu verða sunnudaginn 20. desember klukkan 15 og 18. Höfundur er Jón Benjamín Einarsson og leikstjóri Guðjón Sigvaldason. Sýnt er á efri hæð Grand Rokk Smiðjustíg 6. Miðapantanir á staðnum, eða í síma 893 7353. Miðaverð 1000 krónur.
Verkið fjallar í stuttu máli um hremmingar lítillar þjóðar og úrlausnir hennar til að koma sér út úr þeirri klípu sem þjóðin hefur komið sér í. Sagan gerist á ýmsum tímabilum í grandlensku sögunni og til eru kallaðir ýmsir litríkir karakterar til að finna lausnir á vandanum.
{mos_fb_discuss:2}