Leiksýningin FASTUR hefur verið sýnd í Norðurpólnum síðan 17. maí. Nú fer sýningum að ljúka og eru einungis tvær sýningar eftir. Önnur er fimmtudaginn 28. júní og sú síðasta fimmtudaginn 5. júlí. Báðar sýningarnar hefjast kl. 20.

Verkið hefur fengið frábærar viðtökur áhorfenda og góða dóma en hér má sjá nokkur orð gagnrýnenda:

Benedikt Karl er menntaður trúður og sýndi dásamlega tækni í sýningunni – jafnvel svo að maður greip andann á lofti eða greip í fáti í næsta mann þegar mest gekk á. Hann vakti líka vissulega hlátur, jafnvel dillandi hlátur, en það besta við sýninguna var samt ekki það heldur hvað hún rambaði skemmtilega á milli þess að vera fyndin og dapurleg. SA, TMM.is

Benedikt myndar sinn eigin stíl með ótrúlegri fimi og slettir bókstaflega útlimum í allar áttir. […] Vonandi gefst þeim sem áhuga hafa á látbragðsleik tækifæri til að sjá þessa sýningu sem unnin var af einlægni og mikilli áreynslu.“EB, 4 stjörnur Fréttablaðið

Hægt er að panta miða á midasala@nordurpollinn.com eða á www.midi.is