Ásgeir Sigurvaldason

Ásgeir Sigurvaldason

Sími:  868 9876
Netfang: leikhus@simnet.is

Ásgeir er sérmenntaður leikstjóri og hefur sviðsett yfir 30 leikrit af ólíkum toga, þar á meðal klassísk verk, drama, kómedíu, söngleik og tilraunaleikhús.

Eftir að hafa bætt við sig og útskrifast úr námi í kennslufræðum leiklistar við Listaháskóla Íslands vorið 2006 kenndi Ásgeir leiklist við grunnskóla. Ásgeir er laus í verkefni nú í vetur.

Veturinn 2013 sviðsetti Ásgeir Makalausa Sambúð fyrir Leikfélag Hólmavíkur.
Haustið 2011 sviðsetti hann Finnska Hestinn á Egilsstöðum sem var á fjölum Þjóðleikhúss árið áður. Einstaklega vel heppnuð sýning með bitastæðum hlutverkum fyrir bæði kyn og spannar aldur frá 13 ára til sjötugrar ömmu (var leikin af karlmanni).
Veturinn 2005 setti Ásgeir upp og þýddi gamanleik  fyrir Leikfélags Vestmannaeyja.  Leikritið er eftir Neil Simon og heitir Makalaus Sambúð og gerir ráð fyrir 6. kvenhlutverkum og 2. karlmanna.  Þetta var frumsýning á Íslandi og þótti takast fádæma vel. Önnur leikfélög og leikstjórar hafa sviðsett sama verk.

Ásgeir lærði leiklist við Leiklistaskóla Íslands,  New York University og University of California og lauk MFA prófi þaðan árið 1989 í leikstjórn. Hann lauk námi í kennslufræði leiklistar við LHÍ vorið 2006.

Ásgeir vinnur með hugmyndir David Mamet um leiktækni og nýtur áhrifa frá Grotowski og Stanislavsky til að skapa eigin aðferð.  Ásgeir naut þeirra forréttinda að vinna undir leiðsögn Grotowski í sex ár í Kaliforníu.

0 Slökkt á athugasemdum við Ásgeir Sigurvaldason 686 06 ágúst, 2007 Leikstjóralisti ágúst 6, 2007

Áskrift að Vikupósti

Karfa