Nú er orðið ljóst hvaða leikfélög verða með sýningar á Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, sem haldin verður í Borgarleikhúsinu 5. maí nk. Átta leikfélög verða með alls 14 sýningar, vel flest samin og leikstýrð af meðlimum félagana.
margtsmattgrima.jpgNú er orðið ljóst hvaða leikfélög verða með sýningar á Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, sem haldin verður í Borgarleikhúsinu 5. maí nk. Níu leikfélög verða með alls 13 sýningar, vel flest samin og leikstýrð af meðlimum félagana.

Eftirtalin verk verða sýnd á hátíðinni:

Leikfélag Rangæinga – Bara innihaldið eftir Sævar Sigurgeirsson
Freyvangsleikhúsið – Dagur í lífi Mörthu Ernsdóttur eftir Sverrir Friðriksson
Leikfélag Mosfellssveitar – Maður er nefndur eftir Birgir Sigurðsson og Pétur R. Pétursson
Leikfélag Mosfellssveitar – Það er frítt að tala í GSM hjá guði eftir Pétur R. Pétursson
Leikfélag Selfoss – Geirþrúður svarar fyrir sig eftir Margaret Atwood og Shakespeare
Leikfélag Hafnarfjarðar – Morð fyrir fullu húsi eftir Lárus Húnfjörð
Leikfélag Hafnarfjarðar – Súsanna baðar sig eftir Lárus Húnfjörð
Leikfélag Kópavogs – Afi brenndur eftir Odd Bjarna Þorkelsson
Leikfélag Kópavogs – Aðgerð eftir Guðjón Þorstein Pálmarsson
Leikfélagið Sýnir – Friðardúfan eftir Unni Guttormsdóttur
Hugleikur – Í öruggum heimi eftir Júlíu Hannam
Hugleikur – Kratavar eftir Sigurð H. Pálsson
Hugleikur – Hannyrðir eftir Sigurð H. Pálsson

Gagnrýni á sýningar hátíðarinnar verður í Félagsheimili Seltjarnarness kl. 13.00 laugardaginn 6. maí og verður val á sýningu hátíðarinnar tilkynnt í lok hennar.  Þátttakendum hátíðarinnar er boðið að taka þátt í hátíðarkvöldverði og balli með aðalfundarfulltrúum laugardagskvöldið 6. maí fyrir kr. 3.500. Þeir eru beðnir að tilkynna þátttöku fyrir 19. apríl.

Nánari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur hátíðinni.