Æfingar eru hafnar á gamanleiknum Sex í sveit eftir Marc Camoletti í íslenskun og staðfærslu Gísla Rúnars  Jónssonar. Um er að ræða bráðskemmtilegan og flókinn gamanleik sem gerist í sumarbústað hér á landi. Leikarar í verkinu eru 6 talsins, blanda af reyndum og óreyndum leikurum. Leikstjóri er Gunnsteinn Sigurðsson.

Áætlað er að sýna um mánaðarmótin nóv/des í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík Ásamt leiksýningunni er í bígerð að halda sýningu um sögu leikfélagsins í tilefni af 50 ára afmæli félagsins.