Föstudaginn 3. apríl frumsýnir Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna gamanleikinn Sex í sveit eftir Marc Camoletti í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Sýnt verður í félagsheimilinu Aratungu og hefjast sýningar kl. 20.30. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.

Leikurinn gerist í sumarbústað úti á landi. Húsráðandi hefur boðið hjákonu sinni í heimsókn yfir helgi, því eiginkonan ætlar að heiman.  Frúin hættir við á síðustu stundu, hjákonan er mætt og nú eru góð ráð dýr. Margt fer öðruvísi en áætlað var…

Boðið er upp á léttan leikhúsmatseðil fyrir sýningarnar á Kaffi Kletti í Reykholti. Borðapantanir eru í síma 486-1310 og 847-5057.

2. sýning laugardaginn 4. apríl
3. sýning þriðjudaginn 7. apríl
4. sýning miðvikudaginn 8. apríl
5. sýning fimmtudaginn 9. apríl
6. sýning laugardaginn 11. apríl
7. sýning þriðjudaginn 14. apríl

{mos_fb_discuss:2}