Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir gamanleikinn Sex í sveit eftir Marc Camoletti í Bifröst á Sauðárkróki sunnudaginn 29. apríl kl. 21:00. Ensk leikgerð er eftir Robin Howdon, íslenskun og staðfæring er eftir Gísla Rúnar Jónsson en leikstjórn er í höndum Jóns Stefáns Kristjánssonar.

Verkið er sett upp í tilefni að Sæluviku á Sauðárkróki, en leiksýningar í Sæluviku eiga sér rúmlega 100 ára sögu.

6isveit2.gifSöguþráðurinn er í stórum dráttum sá að maður okkur býður viðhaldinu sínu með í sumarbústað, en þegar smátt og smátt fer að fjölga í bústaðnum taka málin glænýja og óvænta stefnu og hafa nokkuð ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Hlutverk sexmenninganna eru í höndum þeirra Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur, Guðbrands J. Guðbrandssonar, Helgu Kristínar Bjarnadóttur, Kristjáns Arnar Kristjánssonar, Maríu D. Magnúsdóttur og Vignis Kjartanssonar.

Sýningar standa til 13. maí, miðapantanir og nánari upplýsingar eru í síma 849-9434