Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi frumsýnir söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart, föstudaginn 2. nóvember kl 20:00. Leikstjóri verksins er Guðjón Sigvaldason og þýðinguna gerði Flosi Ólafsson en verkið byggir á hinni frægu sögu Charles Dickens, Oliver Twist.


Oliver fjallar um munaðarlausa drenginn sem eftir slæma vist á munaðarleysingjahæli lendir í klónum á glæpaforingjanum Fagin sem stjórnar stórum her barnungra betlara og þjófa. Hann kynnist líka hinni góðhjörtuðu Nancy og illmenninu Bill Sykes og lendir í ýmsum hremmingum áður en yfir líkur.

Sýnt er á Hótel Stykkishólmi og er hægt að panta miða í síma 863 0078 (Hafrún Bylgja). Miðaverð er 2.000 kr. en frítt er fyrir 6 ára og yngri.
{mos_fb_discuss:2}