Síðustu sýningar á Saumastofunni hjá Leikfélagi Ölfuss verða í þessari viku, þri. 26.  og fös. 29. mars.  Saumastofan var frumsýnd í byrjun febrúar og hefur verið afar vel tekið. Í umfjöllun segir Harpa Rún Kristjánsdóttir m.a.:

„Saumastofan er bráðfyndin sýning og var auðheyrt á salnum að sú skoðun var almenn. Hún er líka beitt og á köflum grátbrosleg. Sögur persónanna snerta áhorfendur og í þeim er gjarnan broddur og gagnrýni sem á við enn í dag.“

Miðapantanir eru í síma 692-0939 milli kl. 17-20 og á midasalalo@gmail.com. Miðaverð er kr. 2500. Sýnt er í Versölum.