Í lok nóvember frumsýnir Leikfélag Hólmavíkur Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson. Sýnt verður í Félagsheimilinu á Hólmavík en Skúli Gautason sinnir leikstjórn. Sett hefur verið saman hljómsveit að þessu tilefni svo von er á mikilli gleði. Aldurssamsetning hópsins spannar í það minnsta 50 ár en samstaða er mikil og æfingar ganga vonum framar.
Að venju stefnir Leikfélagið á leikferð að heimasýningum loknum svo það er um að gera að hafa samband ef áhugi er fyrir að því að hýsa skemmtilega leiksýningu í aðdraganda jóla.