Image31 hugmynd að sakamálum fyrir svið bárust Leikfélagi Reykjavíkur á vordögum en leikfélagið stendur fyrir samkeppni um sakamálaleikrit í samstarfi við SPRON.

   
Sex verk hafa verið valin til frekari þróunar en þrjú þeirra vinna til peningaverðlauna og eitt þeirra verður valið til vinnslu með leikhópi Leikfélagsins.
Leynd hvíldi yfir höfundum keppninar meðan valið var en nú hefur hulunni verið svipt af höfundunum og í ljós hefur komið hverjir það eru sem munu halda skrifum áfram.
 
Höfundarnir eru Guðmundur Brynjólfsson leikhúsfræðingur, Guðmundur Kr. Oddsson blaðamaður, mæðginin Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og Jónína Leósdóttir leikskáld, Jón Hallur Stefánsson rithöfundur og útvarpsmaður, Snæbjörn Brynjarsson leiklistarnemi og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman leikskáld.
 
Fullunnin handrit munu liggja fyrir 1.október og í framhaldinu verða haldnir leiklestrar á völdum verkum.