Út er komin „Allt fyrir andann“, saga Bandalags íslenskra leikfélaga 1950-2000, skráð af Bjarna Guðmarssyni sagnfræðingi og áhugaleikara. Bókin greinir frá aðdraganda og stofnun Bandalagsins, upphafsárum þess og fyrstu verkefnum. Þá er þráðurinn rakinn í gegnum áratugina og sýnt hvernig hreyfingin þróaðist með tímanum en sú þróun var hreint ekki alltaf átakalaus. Bókin kostar 5.500 krónur og fæst í verslun Bandalagsins að Suðurlandsbraut 16 en einnig er hægt að panta hana á info@leiklist.is og í síma 551-6974.

 

{mos_fb_discuss:3}