Leikritið Rústað eftir Söru Kane verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins á föstudaginn. Sýning verksins markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt leikhús sviðsetur verk Söru Kane. Leikritið olli uppþoti í leikhúsheiminum, svo sterk voru viðbrögðin eftir frumsýningu Royal Court leikhússins á sínum tíma. Gagnrýnendur ýmist féllu fram í tilbeiðslu eða reittu hár sitt yfir þessu fyrsta leikriti hinnar ungu og frökku Söruh Kane.

Þrjár manneskjur á venjulegu hótelherbergi. Áður en nóttin líður hefur herbergið umbreyst í vígvöll þar sem myrkustu hliðar mannsins eru afhjúpaðar. Þrátt fyrir vægðarlaust ofbeldi er það hin ófullnægða þrá eftir hlýju, mýkt og mannúð sem drífur persónur verksins áfram.

Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir einvalaliði leikara í Borgarleikhúsinu á fyrstu sviðssetningu á þessu magnaða verki Söru Kane hér á landi. Það eru þau Ingvar E. Sigurðsson, Björn Thors og Kristín Þóra Haraldsdóttir sem fara með hlutverk þriggja persóna sem leikritð fjallar um. Á nýja sviði Borgarleikhússins hefur verið lögð áhersla á kraftmikil leikritk, verk sem ögra og hrífa og vekja leikhúsgesti til umhugsunar. Óhætt er að segja að Rústað er eitt þeirra sem beðið hefur verið með hvað mestri óþreyju.

Sarah Kane fæddist árið 1971 og lést árið 1999, aðeins 28 ára gömul. Kane skrifaði fimm leikrit á sinni stuttu ævi: Blasted (1995), Phaedra´s Love(1996), Cleansed (1998), Crave (1998) og 4.48 Psychosis (1999). Sarah Kane tókst að vekja meiri athygli en flest langlífari leikskáld geta státað sig af, en hún varð alræmd á einni nóttu eftir frumsýninguna á sínu fyrsta verki, Blasted. það voru ekki gæði verksins sem voru áhorfendum og gagnrýnendum efst í huga, heldur miskunnarlaust ofbeldið sem einkenndi bæði verkið og uppfærsluna. Annað eins hafði ekki sést í bresku leikhúsi um árabil, en helstu fordæmin, bæði hvað verkið og undirtektirnar varðar eru Saved eftir Edward Bond frá 1961 og The Romans in Britain eftir Howard Brenton frá 1980.

Höfundur Sarah Kane
Leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir
Þýðing Guðrún Vilmundardóttir
Leikmynd Börkur Jónsson
Búningar Börkur Jónsson
Tónlist Frank Hall
Lýsing Þórður Orri Pétursson
Hljóð Jakob Tryggvason og Frank Hall
Sýningarstjórn Christopher Astridge
Aðstoðarleikstjóri Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
Leikarar Ingvar E. Sigurðsson, Björn Thors, Kristín Þóra Haraldsdóttir

{mos_fb_discuss:2}