Föstudaginn 21. október frumsýnir Leikfélag Selfoss barna- og fjölskylduleikritið Rúi og Stúi eftir þá Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson. Um er að ræða æsifjörugt verk þar sem fara saman spenna, gleði, grín og söngur. Leikstjóri er F. Elli Hafliðason og stýrir hann kraftmiklum hópi leikara. Með hlutverk Rúa og Stúa fara Rakel Stefánsdóttir og Álfrún Björt Agnarsdóttir en þær stöllur slógu einmitt í gegn með eftirminnilegum hætti í barnaleikritinu Sjóræningjaprinsessan sem LS setti upp 2009.
Miðapantanir eru í síma 4822787 og er fólki bent á að tryggja sér miða sem fyrst því sýningarfjöldi verður takmarkaður.
{mos_fb_discuss:2}