Ráðstefna um samstarf kynslóðanna í áhugaleikhúsi verður haldin í Lingen í Þýskalandi í október. Leikstjórum, leikhúsfræðingum og fulltrúum áhugaleikhópa frá Evrópulöndum er boðið að taka þátt í þessari ráðstefnu. Hún stendur frá fimmtudeginum 11. október kl. 17.00 til sunnudagsins 14. október kl. 12.00. Þáttökugjald eru 220 evrur, fæði, húsnæði og leiksýningar eru innifaldar. Nánari upplýsingar má fá hjá evrópska áhugaleikhúsráðinu.

Á ráðstefnunni verða mismunandi vinnuaðferðir og viðhorf rannsökuð og borin saman við "Leikhús kynslóðanna" í Þýskalandi. Meðal efnis á ráðstefnunni verða útileiksýningar. Leikhópar frá Litháen, Hollandi og Þýskalandi munu sýna verk sem nú eru í gangi hjá þeim, á útisviði.

 

Úr kynningarefni frá Evrópska áhugleikhúsráðinu: 

Áhugaleikfélög í Þýskalandi og Evrópu státa af samvinnu sem brúar kynslóðabilið. Börn, unglingar, fullorðnir og eldri borgarar geta öll verið félagar í sama leikfélagi. Mörg þessara félaga hafa starfað í margar kynslóðir. Menningarleg upplifun þeirra eldri er skilað til hinna yngri í gegnum listrænt samstarf.

Þetta samstarf kynslóðanna er merkilegt bæði frá félagslegu og listrænu sjónarhorni, þar sem það sýnir samfélagsform á sviði sem í dag gerist æ sjaldgæfara. Eitt einkenni leikritsins er að ýkja samskipti fólks og búa til sameiginlegan grundvöll til athafna. Hið frelsandi eðli leikritanna getur skapað samskipti á milli yngri og eldri kynslóða. Leikhúsfjölskyldan skilgreinir sig sem eina heild í félagslífi ungra sem aldinna.