Dómnefnd Þjóðleikhússins tilkynnti val á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2005-2006 á aðalfundi BÍL sem haldinn var á Seltjarnarnesi um helgina. Sýning Leikfélags Selfoss, Þuríður og Kambsránið, varð fyrir valinu og verður sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins 11. júní nk.
Frekari upplýsingar um sýninguna er að finna á vef Þjóðleikhússins.