Sýning Hugleiks, Rokk var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af valnefnd Þjóðleikhússins. Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, tilkynnti valið á nýafstöðnum aðalfundi BÍL sem haldinn var að Sveinbjarnargerði í Eyjafirði. Miklar breytingar urðu á stjórn á fundinum en nánar verður sagt frá honum og vali athyglisverðustu sýningarinnar síðar. Hér til hliðar má sjá Þjóðleikhússtjóra afhenda Þorgeiri Tryggvasyni sem leikstýrði Rokki viðurkenningarskjal vegna valsins.  Einnig má sjá nokkrar svipmyndir frá aðalfundi hér.