Leikfélag Vestmannaeyja sýnir um þessar mundir hið magnaða verk Rocky Horror eftir Richard O’Brien, en verkið var sýnt þar seinast fyrir rúmum 20 árum síðan. Er þetta verk númer 183 og mikið hefur verið lagt í að gera það hið glæsilegasta. Leikstjóri verksins er Árni Grétar Jóhannsson. Ljósahönnuður er Björn Elvar Sigmarsson. Hljóð er í höndum Harðar Þórs Harðarsonar. Hljómsveitin Molda sér um tónlistarflutning ásamt vel völdum kempum. Tónlistarstjóri er Helgi Rassmusen Tórzhamar og Jórunn Lilja Jónasdóttir sá um söngþjálfun. Í aðalhlutverkum eru Albert Snær Tórshamar, Árni Þorleifsson, Valgerður Elín Sigmarsdóttir, Ingunn Silja Sigurðardóttir, Zindri Freyr Ragnarsson Caine, Arnar Gauti Egilsson, Kristjana Rúna Kristjánsdóttir, Alexander Páll Salberg og Bryndís Guðjónsdóttir. Frumsýning er 6. apríl og sýnt verður allar helgar út apríl.

Miðasölunúmer er 852-1940, en einnig er hægt að panta á Facebook og á Instagramsíðu félagsins.