Leikfélag Hornafjarðar í samvinnu við FAS sýnir nú Söngleikinn Rocky Horror í leikstjórn Jóns Inga Hákonarsonar. Frumsýnt var þann 10. apríl og fara sýningar fram í Mánagarði. Kór- og tónlistarstjóri er Anna Lilja Karlsdóttir. Þessi frægi söngleikur Richards O'Briens nýtur gífurlegra vinsælda hér á landi og er í uppsetningunni lögð áhersla kraftmikinn og líflegan flutning.

Með aðalhlutverk fara Emil Örn Moravek sem Frank'N'Furter, Þórður Ingvarsson sem Riff Raff, Nanna Halldóra Imsland sem Janet, Elvar Bragi Kristjónsson sem Brad, Hafdís Hauksdóttir sem Magenta, Sólveig Morávek sem Columbia, Júlíus Sigfússon sem Eddie, Anna Lilja Karlsdóttir sem Dr. Scott, Steindór Sigurjónsson sem Rocky og sögumaðurinn er Halldór Tjörvi Einarsson.

Hljómsveitina skipa Friðrik Jónsson á gítar, Hrafn Eiríksson á píanó, Elías Tjörvi á bassa, Hafþór Smári Imsland á trommur og Olgeir Halldórsson á slagverk.

{mos_fb_discuss:2}