Leikhópurinn Lotta verður á ferð og flugi með sýninguna sína Rauðhettu um Verslunarmannahelgina. Á laugardeginum mun hópurinn sýna á Flúðum en sýnt verður á íþróttavellinum klukkan 13:00. Síðar þann sama dag halda þau í Þrastarlund og sýna á pallinum við veitingastaðinn klukkan 17:00.

Á sunnudeginum færir hópurinn sig á vesturlandið og verður Rauðhetta í Munaðarnesi klukkan 13:00 við þjónustumiðstöðina. Helginni lýkur síðan í Húsafelli klukkan 17:00 á sunnudeginum en þar sýnir hópurinn íVarðeldalundi.

Rauðhetta og úlfurinn, Hans og Gréta og grísirnir þrír hlakka mikið til að hitta alla vini sína um Verslunarmannahelgina.

Nánar á www.leikhopurinnlotta.is og í síma 770-0403.

{mos_fb_discuss:2}