„En ég vil ekki þægindi. Ég vil Guð, ég vil skáldskap, ég vil raunverulega hættu, ég vil frelsi, ég vil gæsku. Ég vil synd.“ — Aldous Huxley, Veröld ný og góð.

29. mars opnar Rauða Skáldahúsið dyr sínar á ný til að fagna dauðasyndunum sjö. Frelsaðu og fullnægðu fýsnum þínum með ljóðlist í einrúmi á framandi málum þessa heims – og ef til vil þess næsta. Gerðu samning við Mephistopheles – seldu sálu þína fyrir syndsamlega líkamsmálningu Violet Fire. Leyfðu dansinum að duna með lifandi tónlist The Keystone Swingers og Gleðikvennanna, undir dáleiðslu fimleikara og tælandi burlesque dansara. Einkaljóðalestrar eru í boði, og lyfjaflöskur af dauðasyndunum sjö eru til sölu – ef þú leggur lífið að veði. Norn hússins er á sínum stað og spáir í spil: enginn forðast örlög sín en hún getur leiðbeint þér í gegnum nóttina. 

Aðalskáld kvöldsins verður Sjón.

Glæsileg tveggja rétta máltíð byggð á dauðasyndunum er í boði fyrir sýningu í sérstökum Græðgis Pakka, sem felur einnig í sér aukalegan tíma með skemmtikröftum kvöldsins og einn einkalestur. 

Sýnt í Iðnó kl 20 þann 29. mars. Tveggja rétta máltíð í boði fyrir sýningu kl 19 í sérstökum pakka.
 
Leikstjórn: Nanna Gunnars
Umsjón ljóðskálda: Meg Matich
Leikmyndahönnun og sviðsstjóri: Jessica LoMonaco
Tónlist: The Keystone Swingers, Gleðikonurnar, Vigga Ásgeirsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir (Bibi Bioux)
Ljósa- og hljóðhönnun: Owen Hindley
Skáld: Elías Knörr, Lommi, Ragnheiður Erla, Þorvaldur S Helgason, Ingunn Lára, Camila Hidalgo, Hlín Leifsdóttir, Kailyn Phoenix, Arthur Seefahrt og Ingimar Bjarni. 
Aðalskáld: Sjón.
Dansarar: María Callista, Ginger Biscuit, Ungfrú Hringaná, Queenie O’Hart
Tarot spákona: Snæugla Norn (Bára Halldórsdóttir)
Líkamsmálari: Violett Fire (Wioleta Ludwig)
Sirkus listafólk: John Tómasson og Ástrós Steingrímsdóttir
Ljósmyndun: Gísli Friðrik Ágústsson
Grafísk hönnun: Meg Matich
Myndbönd: Steinn Þorkelsson
Framkvæmdastjórn: Nanna Gunnars