Curtain Up! The Kids Are Back er eins dags vefráðstefna um barnaleikhús á vegum Alþjóðaáhugaleikhússambandsins. Ráðstefnan sem verður haldin 5. nóvember er fyrir alla sem vinna með börnum í leiklist.  

Þeir sem áhuga hafa á ráðstefnunni geta haft samband við Þjónustumiðstöð og fengið kóða sem gefur 15% afslátt af þátttökugjaldi. Fjölmargir spennandi fyrirlesarar eru á ráðstefnunni sem haldin verður á ensku, frönsku og spænsku en rauntímatúlkun verður á fyrirlestrunum. 

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér. 

Áhugasamir um þátttöku í ráðstefnunni hafi samband við Þjónustumiðstöð fyrir frekari upplýsingar.