Purpuri á Fosse-hátíð

Purpuri á Fosse-hátíð

Leikhópurinn Jelena tekur aftur upp sýningar í tengslum við Jon Fossehátíð Þjóðleikhússins á leikritinu Purpuri.

Leikritið fjallar um hóp af ungum strákum sem hafa stofnað hljómsveit sem er enn heldur stefnulaus. Ung stúlka bætist í hóp þeirra og myndast spenna milli hljómsveitarmeðlima og hennar. Hvernig er að vera ungur og eiga í erfiðleikum með að tjá eigin tilfinningar? Leikritið fékk mikið lof gagnrýnenda og er jafnframt fyrsta verk Jons Fosse sem sett hefur verið upp á Íslandi.
Sýningar eru kl. 21.00 í Verinu, Loftkastalanum 26. – 29. október. Einungis þessar fjórar sýningar.

0 Slökkt á athugasemdum við Purpuri á Fosse-hátíð 456 25 október, 2006 Allar fréttir október 25, 2006

Áskrift að Vikupósti

Karfa