Miðvikudaginn 12. febrúar frumsýna Pörupiltar í samstarfi við Borgarleikhúsið Kynfræðslu Pörupilta á Litla sviði Borgarleikhússins. Pörupiltar eru mættir aftur til leiks eftir velgengni Homo Erectus sem sýnt var í Þjóðleikhúskjallaranum í tvo vetur og fór sú sýning út fyrir landsteinana.  Nú eru þeir strákarnir komnir í kynlífið og ætla að fræða unglinga og fullorðna. Öllum 10. bekkingum í Reykjavík er boðið á sýninguna og munu þeir fylla salinn næstu tvær vikurnar.

Sagan Strákarnir  Dóri Maack, Nonni Bö & Hermann Gunnarsson hafa lengi verið á atvinnuleysisbótum en þeir kynntust á sjálfstyrkingarnámskeiði hjá Vinnumálastofnun. Núna eiga þeir á hættu að missa bæturnar nema þeir taki ekki þátt í samfélagslegu verkefni. Eftir stutta yfirlegu ákváðu þeir að tækla kynfræðslu enda hafa þeir reynslu á því sviði, mismikla þó. Þeir hafa miklar væntingar og eru vel undirbúnir en einhverra hluta vegan endar alltaf allt í rugli hjá þeim. Verkefnið er styrkt af Hlaðvarpanum, Samfélagssjóði Landsbankans og Sprotasjóði.

Pörupiltar Leikhópurinn Pörupiltar samanstendur af leikkonunum Sólveigu Guðmundsdóttur, Maríu Pálsdóttur og Alexíu Björgu Jóhannesdóttur. Þær hafa síðastliðin 8 ár komið fram undir nafni Pörupilta. Síðasta uppistand þeirra Homo  Erectus gekk í tvo vetur í Þjóðleikhúskjallaranum við frábærar undirtektir og ferðaðist á leiklistarhátíðir erlendis.  Pörupiltar settu upp verkið Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu árið 2012.

Úr dómum um Homo Erectus:
„Ætlaði mig lifandi að drepa“ “- SA, tmm
„Ég hló svo mikið að ég var hás daginn eftir“ – HAH,. Listpóstinum
„Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir og María Pálsdóttir léku karlangana og rúlluðu upp salnum með frammistöðu sinni“ – EB, Fbl

Aðstandendur Höfundur& Leikstjóri: Leikhópurinn | Leikmynd: Leikhópurinn og Hlynur Páll Pálsson| Búningar: Leikhópurinn og Ólöf Haraldsdóttir| Lýsing: Þórður Orri Pétursson | Hljóð:Ólafur Örn Thoroddsen  | Leikarar: Alexía Björg Jóhannesdóttir, María Pálsdóttir & Sólveig Guðmundsdóttir

Nánari upplýsingar: Hildur Harðardóttir, hildur@borgarleikhus.is s: 897 8809; Alexía Björg Jóhannesdóttir, alexia@borgarleikhus.is, s:869 6118; Sólveig Guðmundsdóttir, sgudmundsdottir@hotmail.com, s: 661 1492; María Pálsdóttir, majapals@hotmail.com, s: 863 6428